Enski boltinn

Van Basten vill að van Persie verði áfram hjá Arsenal

Van Basten í golfi.
Van Basten í golfi.
Hollenska goðsögnin Marco van Basten hefur hvatt landa sinn, Robin van Persie, til þess að vera áfram í herbúðum Arsenal.

"Robin má ekki fara frá Arsenal. Það er ekki hægt að bera saman stöðu hans og mína þegar ég var hjá Ajax. Munurinn er að Robin er nú þegar hjá stórliði og hefur verið þar í sex ár. Það er ekki honum að kenna að félagið hefur ekki unnið neitt," sagði Van Basten.

Van Persie hefur verið í lygilegu formi í vetur og skorað 11 mörk í deildinni og lagt upp fjögur. Samningur hans rennur út árið 2013 og mikið hvíslað að hann ætli sér að fara annað.

"Það hefur mikið breyst á þessum sex árum hans í Englandi. Chelsea og Man. City hafa orðið stórlið með ótrúlega fjármuni á milli handanna. Man. Utd og Liverpool eru í eigu Bandaríkjamanna. Arsenal er ekki þannig og ég dáist að Arsenal. Mér finnst Arsenal vera fallegasta félagið á Englandi. Man. City og Chelsea munu aldrei hafa sama klassa og Arsenal hefur," segir Van Basten.

"Félagið er líka með frábæran heimavöll, spila skemmtilegan fótbolta, eru í huggulegum búningum. Þetta er alvöru félag og þar á Robin heima."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×