Enski boltinn

Agger: Leikmenn Liverpool eru stundum eins og hauslausir kjúklingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Agger.
Daniel Agger. Mynd/Nordic Photos/Getty
Daniel Agger, varnarmaður Liverpool og danska landsliðsins, kallar eftir betri frammistöðu Liverpool-liðsins ætli það ekki að missa af Meistaradeildarfótbolta enn eitt árið. Liverpool náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Swansea City um helgina.

Liverpool hefur nú aðeins náð að vinna 2 af 6 heimaleikjum sínum á þessu tímabili þar á meðal eru jafnteflisleikir gegn nýliðum Norwich og Swansea í síðustu leikjum. Liverpool er nú í 6. sæti þremur stigum á eftir Chelsea sem situr í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætinu.

„Stundum lítum við út eins og hauslausir kjúklingur inn á vellinum þegar við erum að hlaupa á eftir boltanum. Þetta er langt frá því að vera nógu gott. Það eru allir reiðir og vonsviknir sumir reyndar aðeins meira en aðrir," sagði Daniel Agger.

„Ef við höldum áfram að spila svona þá munum við ekki komast í Meistaradeildina. Við verðum að bæta okkar leik mikið og ég er ekki að segja það að við getum það ekki. Við leikmennirnir þurfum að breyta þessu og getum það," sagði Agger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×