Enski boltinn

Alcaraz fékk þriggja leikja bann fyrir að hrækja á andstæðing

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alvaro Alcaraz í leik með Wigan.
Alvaro Alcaraz í leik með Wigan. Nordic Photos / Getty Images
Antolin Alcaraz, varnarmaður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Wigan, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hrækja á Richard Stearman, leikmann Wolves.

Atvikið átti sér stað í viðureign liðanna nú um helgina en dómari leiksins, Lee Probert, tók ekki eftir því. Stuðst var hins vegar við sjónvarpsupptökur þegar úrskurðað var í málinu í dag.

Alcaraz hefur játað sök og mun því taka út þriggja leikja bann. Forráðamenn Wigan hafa einnig tilkynnt að félagið muni taka málið upp og því ekki útilokað að Alcaraz verði refsað enn frekar fyrir athæfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×