Enski boltinn

Owen er ekkert að hugsa um að leggja skóna á hilluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michael Owen, framherji Manchester United, segir það ekki koma til greina hjá sér að leggja skóna á hilluna. Hann horfir til þess hvernig ferill Ryan Giggs hefur þróast.

Owen verður 32 ára um miðjan desember en hann er enn á ný meiddur eftir að hafa tognað í læri eftrir aðeins nokkrar mínútur í Meistaradeildarleik á móti Otelul Galati á Old Trafford á dögunum.

„Ég er bara 31 árs og ég held að ég eigi því nokkur ár eftir í boltanum ekki síst þegar ég horfi á leikmenn eins og Giggsy," sagði Michael Owen við Sky Sports News.

„Það er frábært að leikmenn endist svona lengi í þessu. Ég elska ennþá að spila fótbolta og hvernig er annað hægt þegar þú spilar fyrir klúbb eins og Manchester United," sagði Michael Owen.

Michael Owen hefur aðeins fengið að spila í 80 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hefur skorað 3 mörk í 2 leikjum í enska deildarbikarnum. Owen skoraði 5 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×