Íslenski boltinn

Gunnar Örn á leiðinni í Stjörnuna

Gunnar Örn Jónsson í leik með KR í sumar.
Gunnar Örn Jónsson í leik með KR í sumar. Mynd/Daníel
Stjörnumenn hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem þeir munu kynna til leiks nýja leikmenn félagsins og einnig munu einhverjir núverandi leikmenn skrifa undir nýjan samning við félagið.

Samkvæmt heimildum Vísis er kantmaðurinn Gunnar Örn Jónsson einn þeirra leikmanna sem kynntur verður til sögunnar sem nýr leikmaður Stjörnunnar.

Gunnar Örn hefur undanfarin ár leikið með KR en ákvað eftir sumarið að söðla um og hefur nú ákveðið að fara í Garðabæinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×