Enski boltinn

Arshavin hótar að yfirgefa Arsenal

Þó svo Rússinn Andrei Arshavin hafi viðurkennt að spilamennskan sé ekki upp á það besta hjá sér þá er hann samt ósáttur við að vera á bekknum. Rússinn hefur hótað því að yfirgefa Arsenal ef hann verður áfram límdur á bekknum.

"Ég mun hugsa minn gang ef ég þarf að sitja langtímum saman á bekknum. Ég vil spila 90 mínútur en sem stendur er ég límdur við bekkinn," sagði Arshavin sem er þegar orðaður við hin ýmsu lið og þar á meðal Anzhi í heimalandinu.

"Ég mun ekki spila fyrir neitt annað lið en Zenit St. Petersburg í Rússlandi. Ég hef ekki verið í neinu sambandi við Anzhi. Ég stýð líka Barcelona sem er besta liðið," sagði Arshavin en hann hefur lengi dreymt um að spila fyrir Barca.

Arshavin er ekkert allt of ánægður með stjórann sinn, Arsene Wenger, sem hann segir vera þrjóskan.

"Wenger er mjög strangur stjóri. Hann er alltaf til í að hjálpa þegar menn eru í vandræðum utan vallar. Það þorir þó enginn að ræða við hann um vandamál tengd fótboltanum. Af hverju ætti öllum að vera ljóst.

"Wenger er með mjög sérstaka stefnu í leikmannamálum. Stundum veit maður vel að bekkurinn bíður eftir manni eftir 70 mínútna leik sama hvernig maður spilar. Stundum er maður líka á bekknum og veit vel að maður fær tækifæri eftir 65 mínútur. Wenger er með fullan stuðning frá stjórninni og ég held að hann fari frá Arsenal þegar honum hentar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×