Íslenski boltinn

Albert í viðræðum við Fylki, FH og Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki.
Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki. Mynd/Anton
Albert Brynjar Ingason er enn að gera upp hug sinn um hvar hann vilji spila á næsta ári en hann á nú í viðræðum við Fylki, FH og Val.

Þetta sagði hann í samtali við Vísi nú í kvöld. Albert er uppalinn Fylkismaður en samningur hans við félagið rennur út um áramótin.

Honum er því heimilt að ræða við önnur lið og það hefur hann gert síðustu daga og vikur. Albert var markahæsti leikmaður Fylkis í sumar með níu mörk en þessi 25 ára sóknarmaður hefur verið eftirsóttur af mörgum liðum síðustu vikurnar.

Hann lék árið 2008 með Val en sneri svo aftur í Fylki. Albert sagðist ætla að ganga frá sínum málum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×