Erlent

Gaddafí fallinn - myndir birtar af líkinu

Mynd/AP
Gaddafí er sagður hafa látist af völdum skotsárs á höfði.Mynd/AFP
Reuters fréttastofan hefur nú eftir Abdel Majid talsmanni uppreisnarmanna í Líbíu að Gaddafí hafi særst skotsári á höfði sem hafi dregið hann til dauða. Þetta hefur þó ekki verið formlega staðfest fremur en fyrri fregnir. Majid fullyrti fyrir hádegið að Gaddafí hafi verið handsamaður og að hann hafi særst á báðum fótum.

Nú segir Majid að einræðisherrann fyrrverandi hafi særst skotsári á höfði og að hann hafi látist af sárum sínum.

Uppfært:

Myndir hafa nú verið birtar af líki Múammars Gaddafís en myndirnar birtust fyrst á á líbísku sjónvarpsstöðinni Al-Ahrar. Aðrar fréttastofur hafa birt myndirnar sem þykja staðfesta fregnir dagsins þess efnis að einræðisherrann sé fallinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×