Enski boltinn

Sir Alex: Leikmenn eiga ekki að keppa bæði á EM og ÓL næsta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir það ekki raunhæft fyrir leikmenn að taka bæði þátt í Evrópumótinu og Ólympíuleikunum næsta sumar en Wayne Rooney var orðaður við breska Ólympíuliðið í morgun þar sem að hann verður í banni í þremur leikjum á EM.

„Þetta er allt komið frá því að Argentína og Nígería sendu sín sterkustu landslið á síðustu leika og það virðist hafa opnað einhverjar dyr fyrir bresku Ólympíunefndina. Vandamálið er bara að okkar deild er allt öðruvísi," sagði Sir Alex Ferguson og bætti við:

„Leikmenn þurfa sína hvíld og tíma til að jafna sig eftir tímabilið. Ég sé bara ekki hvernig það er hægt fyrir leikmann að keppa bæði á EM og ÓL næsta sumar. Ég er samt viss um að það sem ég segi hefur engin áhrif en það breytir þó ekki þessari augljósu staðreynd," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×