Enski boltinn

Mancini: Sir Alex er meistarinn en ég er bara lærlingur ennþá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini og Sir Alex Ferguson.
Roberto Mancini og Sir Alex Ferguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann geti enn lært mikið af Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United. Manchester-liðin mætast í risaleik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og toppsæti deildarinnar er í boði.

„Hann er meistarinn en ég er bara lærlingur ennþá og get enn lært af honum. Það á ekki bara við um mig heldur alla stjórana í ensku deildinni. Hann hefur unnið allt á undanförnum 25 árum en vill samt halda áfram að vinna," sagði Roberto Mancini.

Manchester United vann 3-2 sigur á Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn í ágústbyrjun þrátt fyrir að City hafi komist í 2-0. City sló hinsvegar United út úr undanúrslitum enska bikarsins í vor. Þriðji leikur liðanna á árinu 2011 var svo 2-1 deildarsigur United á Old Trafford í febrúar.

Manchester City er með tveggja stiga forskot á United fyrir leikinn á morgun þar sem að lærisveinar Sir Alex náðu aðeins einu stigi á Anfield um síðustu helgi. City er búið að vinna síðustu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 10-1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×