Enski boltinn

Balotelli á bekknum - Grétar Rafn byrjar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton á nýjan leik.
Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton á nýjan leik. Mynd/Vilhelm
Mario Balotelli er á meðal varamanna Manchester City sem mætir Wolves á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þeir Edin Dzeko og Sergio Agüero verða í fremstu víglínu að þessu sinni hjá City.

Balotelli átti frábæran leik gegn Manchester United um síðustu helgi og skoraði þá tvívegis í 6-1 sigri. Hann er þó hvíldur í dag en Roberto Mancini, stjóri City, hefur verið duglegur að skipta leikjum á milli manna.

Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton en hann spilaði allan leikinn gegn Arsenal í deildabikarnum í vikunni. Dedryck Boyata hefur haldið Grétari út úr liðinu í undanförnum deildarleikjum en hann á við meiðsli að stríða.

Hér fyrir neðan er hlekkur á Miðstöð Boltavaktarinnar, þar sem fylgst verður með öllum leikjunum í ensku úrvalsdeildinni sem hefjast klukkan 14.00.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×