Öll úrslitin: Enn tapar Bolton - City vann manni færri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 13:30 Leikmenn City fagna einu marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images Þeim fimm leikjum sem hófust klukkan 14.00 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Manchester City er enn með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 3-1 sigur á Wolves á heimavelli. Vincent Kompany fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og um leið dæmda á sig vítaspyrnu er Stephen Hunt, leikmaður Wolves, skoraði úr og minnkaði þar með muninn í 2-1. Adam Johnson náði þó að gulltryggja sigur City með föstu skoti utan teigs í uppbótartíma. City komst yfir með marki Edin Dzeko snemma í síðari hálfleik eftir skelfileg mistök Wayne Hennessey í marki Úlfanna. Aleksandar Kolarov kom svo City í 2-0 stuttu síðar. Vítaspyrnan hleypti smá lífi í leikinn og sigurinn því ekki eins öruggur hjá City og oft áður í vetur. Ófarir Bolton halda áfram en liðið steinlá fyrir nýliðum Swansea á útivelli, 3-1. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem er aðeins með sex stig í næstneðsta sæti deildarinnar. Ricardo Gardner, leikmaður Bolton, fékk að líta rauða spjaldið strax í fyrri hálfleik og gerði það liðinu erfitt fyrir í dag. Wigan er í neðsta sætinu með fimm stig eftir 2-0 tap fyrir Fulham í dag. Blackburn, sem var á botninum fyrir daginn í dag, komst upp í sex stig en missti reyndar unnin leik gegn Norwich á útivelli niður í jafntefli þökk sé marki Grant Holt úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Vítaspyrnudómurinn var umdeildur en hendi var dæmd á Steven Nzonzi, leikmann Blackburn. Endursýningar í sjónvarpi þóttu sýna að um vafasam dóm var að ræða. Sunderland og Aston Villa gerðu svo 2-2 jafntefli á leikvangi ljóssins en Stephane Sessegnon skoraði jöfnunarmark heimamanna með skalla þegar skammt var til leiksloka. Aston Villa komst tvívegis yfir í leiknum en það dugði samt ekki til.Úrslit og markaskorarar dagsins /Staðan í ensku úrvalsdeildinni:Manchester City - Wolves 3-1 1-0 Edin Dzeko (52.) 2-0 Aleksandar Kolarov (67.) 2-1 Stephen Hunt, víti (75.) 3-1 Adam Johnson (90.)Sunderland - Aston Villa 2-2 0-1 Stilian Petrov (20.) 1-1 Connor Wickham (38.) 1-2 Richard Dunne (85.) 2-2 Stéphane Sessegnon (89.)Swansea - Bolton 3-1 1-0 Joe Allen (49.) 2-0 Scott Sinclair, víti (57.) 2-1 Danny Graham, sjálfsmark (74.) 3-1 Danny Graham (93.)Norwich - Blackburn 3-3 0-1 David Hoilett (48.) 1-1 Steve Morison (53.) 1-2 Yakubu Aiyegbeni (62.) 1-3 Christopher Samba (64.) 2-3 Bradley Johnson (82.) 3-3 Grant Holt, víti (90.)Wigan - Fulham 0-2 0-1 Clint Dempsey (42.) 0-2 Moussa Dembélé (87.) Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Þeim fimm leikjum sem hófust klukkan 14.00 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Manchester City er enn með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 3-1 sigur á Wolves á heimavelli. Vincent Kompany fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og um leið dæmda á sig vítaspyrnu er Stephen Hunt, leikmaður Wolves, skoraði úr og minnkaði þar með muninn í 2-1. Adam Johnson náði þó að gulltryggja sigur City með föstu skoti utan teigs í uppbótartíma. City komst yfir með marki Edin Dzeko snemma í síðari hálfleik eftir skelfileg mistök Wayne Hennessey í marki Úlfanna. Aleksandar Kolarov kom svo City í 2-0 stuttu síðar. Vítaspyrnan hleypti smá lífi í leikinn og sigurinn því ekki eins öruggur hjá City og oft áður í vetur. Ófarir Bolton halda áfram en liðið steinlá fyrir nýliðum Swansea á útivelli, 3-1. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem er aðeins með sex stig í næstneðsta sæti deildarinnar. Ricardo Gardner, leikmaður Bolton, fékk að líta rauða spjaldið strax í fyrri hálfleik og gerði það liðinu erfitt fyrir í dag. Wigan er í neðsta sætinu með fimm stig eftir 2-0 tap fyrir Fulham í dag. Blackburn, sem var á botninum fyrir daginn í dag, komst upp í sex stig en missti reyndar unnin leik gegn Norwich á útivelli niður í jafntefli þökk sé marki Grant Holt úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Vítaspyrnudómurinn var umdeildur en hendi var dæmd á Steven Nzonzi, leikmann Blackburn. Endursýningar í sjónvarpi þóttu sýna að um vafasam dóm var að ræða. Sunderland og Aston Villa gerðu svo 2-2 jafntefli á leikvangi ljóssins en Stephane Sessegnon skoraði jöfnunarmark heimamanna með skalla þegar skammt var til leiksloka. Aston Villa komst tvívegis yfir í leiknum en það dugði samt ekki til.Úrslit og markaskorarar dagsins /Staðan í ensku úrvalsdeildinni:Manchester City - Wolves 3-1 1-0 Edin Dzeko (52.) 2-0 Aleksandar Kolarov (67.) 2-1 Stephen Hunt, víti (75.) 3-1 Adam Johnson (90.)Sunderland - Aston Villa 2-2 0-1 Stilian Petrov (20.) 1-1 Connor Wickham (38.) 1-2 Richard Dunne (85.) 2-2 Stéphane Sessegnon (89.)Swansea - Bolton 3-1 1-0 Joe Allen (49.) 2-0 Scott Sinclair, víti (57.) 2-1 Danny Graham, sjálfsmark (74.) 3-1 Danny Graham (93.)Norwich - Blackburn 3-3 0-1 David Hoilett (48.) 1-1 Steve Morison (53.) 1-2 Yakubu Aiyegbeni (62.) 1-3 Christopher Samba (64.) 2-3 Bradley Johnson (82.) 3-3 Grant Holt, víti (90.)Wigan - Fulham 0-2 0-1 Clint Dempsey (42.) 0-2 Moussa Dembélé (87.)
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira