Öll úrslitin: Enn tapar Bolton - City vann manni færri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 13:30 Leikmenn City fagna einu marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images Þeim fimm leikjum sem hófust klukkan 14.00 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Manchester City er enn með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 3-1 sigur á Wolves á heimavelli. Vincent Kompany fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og um leið dæmda á sig vítaspyrnu er Stephen Hunt, leikmaður Wolves, skoraði úr og minnkaði þar með muninn í 2-1. Adam Johnson náði þó að gulltryggja sigur City með föstu skoti utan teigs í uppbótartíma. City komst yfir með marki Edin Dzeko snemma í síðari hálfleik eftir skelfileg mistök Wayne Hennessey í marki Úlfanna. Aleksandar Kolarov kom svo City í 2-0 stuttu síðar. Vítaspyrnan hleypti smá lífi í leikinn og sigurinn því ekki eins öruggur hjá City og oft áður í vetur. Ófarir Bolton halda áfram en liðið steinlá fyrir nýliðum Swansea á útivelli, 3-1. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem er aðeins með sex stig í næstneðsta sæti deildarinnar. Ricardo Gardner, leikmaður Bolton, fékk að líta rauða spjaldið strax í fyrri hálfleik og gerði það liðinu erfitt fyrir í dag. Wigan er í neðsta sætinu með fimm stig eftir 2-0 tap fyrir Fulham í dag. Blackburn, sem var á botninum fyrir daginn í dag, komst upp í sex stig en missti reyndar unnin leik gegn Norwich á útivelli niður í jafntefli þökk sé marki Grant Holt úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Vítaspyrnudómurinn var umdeildur en hendi var dæmd á Steven Nzonzi, leikmann Blackburn. Endursýningar í sjónvarpi þóttu sýna að um vafasam dóm var að ræða. Sunderland og Aston Villa gerðu svo 2-2 jafntefli á leikvangi ljóssins en Stephane Sessegnon skoraði jöfnunarmark heimamanna með skalla þegar skammt var til leiksloka. Aston Villa komst tvívegis yfir í leiknum en það dugði samt ekki til.Úrslit og markaskorarar dagsins /Staðan í ensku úrvalsdeildinni:Manchester City - Wolves 3-1 1-0 Edin Dzeko (52.) 2-0 Aleksandar Kolarov (67.) 2-1 Stephen Hunt, víti (75.) 3-1 Adam Johnson (90.)Sunderland - Aston Villa 2-2 0-1 Stilian Petrov (20.) 1-1 Connor Wickham (38.) 1-2 Richard Dunne (85.) 2-2 Stéphane Sessegnon (89.)Swansea - Bolton 3-1 1-0 Joe Allen (49.) 2-0 Scott Sinclair, víti (57.) 2-1 Danny Graham, sjálfsmark (74.) 3-1 Danny Graham (93.)Norwich - Blackburn 3-3 0-1 David Hoilett (48.) 1-1 Steve Morison (53.) 1-2 Yakubu Aiyegbeni (62.) 1-3 Christopher Samba (64.) 2-3 Bradley Johnson (82.) 3-3 Grant Holt, víti (90.)Wigan - Fulham 0-2 0-1 Clint Dempsey (42.) 0-2 Moussa Dembélé (87.) Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Þeim fimm leikjum sem hófust klukkan 14.00 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Manchester City er enn með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 3-1 sigur á Wolves á heimavelli. Vincent Kompany fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og um leið dæmda á sig vítaspyrnu er Stephen Hunt, leikmaður Wolves, skoraði úr og minnkaði þar með muninn í 2-1. Adam Johnson náði þó að gulltryggja sigur City með föstu skoti utan teigs í uppbótartíma. City komst yfir með marki Edin Dzeko snemma í síðari hálfleik eftir skelfileg mistök Wayne Hennessey í marki Úlfanna. Aleksandar Kolarov kom svo City í 2-0 stuttu síðar. Vítaspyrnan hleypti smá lífi í leikinn og sigurinn því ekki eins öruggur hjá City og oft áður í vetur. Ófarir Bolton halda áfram en liðið steinlá fyrir nýliðum Swansea á útivelli, 3-1. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem er aðeins með sex stig í næstneðsta sæti deildarinnar. Ricardo Gardner, leikmaður Bolton, fékk að líta rauða spjaldið strax í fyrri hálfleik og gerði það liðinu erfitt fyrir í dag. Wigan er í neðsta sætinu með fimm stig eftir 2-0 tap fyrir Fulham í dag. Blackburn, sem var á botninum fyrir daginn í dag, komst upp í sex stig en missti reyndar unnin leik gegn Norwich á útivelli niður í jafntefli þökk sé marki Grant Holt úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Vítaspyrnudómurinn var umdeildur en hendi var dæmd á Steven Nzonzi, leikmann Blackburn. Endursýningar í sjónvarpi þóttu sýna að um vafasam dóm var að ræða. Sunderland og Aston Villa gerðu svo 2-2 jafntefli á leikvangi ljóssins en Stephane Sessegnon skoraði jöfnunarmark heimamanna með skalla þegar skammt var til leiksloka. Aston Villa komst tvívegis yfir í leiknum en það dugði samt ekki til.Úrslit og markaskorarar dagsins /Staðan í ensku úrvalsdeildinni:Manchester City - Wolves 3-1 1-0 Edin Dzeko (52.) 2-0 Aleksandar Kolarov (67.) 2-1 Stephen Hunt, víti (75.) 3-1 Adam Johnson (90.)Sunderland - Aston Villa 2-2 0-1 Stilian Petrov (20.) 1-1 Connor Wickham (38.) 1-2 Richard Dunne (85.) 2-2 Stéphane Sessegnon (89.)Swansea - Bolton 3-1 1-0 Joe Allen (49.) 2-0 Scott Sinclair, víti (57.) 2-1 Danny Graham, sjálfsmark (74.) 3-1 Danny Graham (93.)Norwich - Blackburn 3-3 0-1 David Hoilett (48.) 1-1 Steve Morison (53.) 1-2 Yakubu Aiyegbeni (62.) 1-3 Christopher Samba (64.) 2-3 Bradley Johnson (82.) 3-3 Grant Holt, víti (90.)Wigan - Fulham 0-2 0-1 Clint Dempsey (42.) 0-2 Moussa Dembélé (87.)
Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira