Enski boltinn

Gerrard ekki með í dag vegna meiðsla - Suarez byrjar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard verður ekki með sínum mönnum í Liverpool í dag vegna meiðsla. Samkvæmt frétt á heimasíðu Liverpool fékk Gerrard högg á ökklann og getur af þeim sökum ekki spilað í dag.

Gerrard er nýbyrjaður að spila á nýjan leik eftir að hafa verið frá í hálft ár vegna nárameiðsla.

Fyrr í dag logaði samskiptavefurinn Twitter vegna sögusagna um að Gerrard yrði frá út árið vegna meiðslanna. Þær sögusagnir reyndust þó ekki á rökum reistar.

Jamie Carrager verður heldur ekki með í dag vegna meiðsla en þeir Glen Johnson, Jose Enrique, Martin Skrtel, Charlie Adam og Stewart Downing verða allir í byrjunarliðinu í dag.

Luis Suarez var talinn tæpur fyrir leikinn en hann verður í fremstu víglínu í dag ásamt Andy Carroll.

Liverpool og West Brom hefst klukkan 16.30 og er hægt að fylgjast með honum hér fyrir neðan.

Byrjunarlið Liverpool: Reina, Johnson, Enrique, Skrtel, Agger, Adam, Lucas, Henderson, Downing, Carroll, Suarez. Varamenn: Doni, Maxi, Coates, Kuyt, Spearing, Flanagan, Bellamy.

Hér má fylgjast með það sem Twitter-notendur eru að segja um Gerrard.


Tengdar fréttir

Öruggur sigur Liverpool á West Brom

Liverpool vann í dag öruggan 2-0 sigur á West Brom í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Charlie Adam og Andy Carroll skoruðu mörk Liverpool en Luis Suarez átti stóran þátt í þeim báðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×