Enski boltinn

Fulham fór illa með QPR og vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Johnson
Andy Johnson Mynd/Nordic Photos/Getty
Fulham vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið rasskellti Queens Park Rangers á Craven Cottage í dag. Fulham vann leikinn 6-0 eftir að hafa fengið aðeins fjögur stig út úr fyrstu sex leikjum sínum. Andy Johnson skoraði þrennu fyrir Fulham.

Heiðar Helguson sat allan tímann á bekknum og fékk ekkert að spreyta sig í dag þrátt fyrir að hafa átt góða innkomu í síðasta leik liðsins.  

Andy Johnson var búinn að koma Fulham í 1-0 eftir aðeins 90 sekúndur þegar hann fylgdi á eftir skoti Moussa Dembele.

Danny Murphy skoraði annað markið úr víti á 20. mínútu sem Andrew Johnson fiskaði á Paddy Kenny, markvörð QPR.

Johnson skoraði síðan þriðja markið a´37. mínútu eftir sendingu frá Bobby Zamora.

Andy Johnson innsiglaði síðan sína fyrstu þrennu í sjö ár þegar hann kom Fulham í 4-0 á 59. mínútu eftir að Danny Murphy var fljótur að taka aukaspyrnu.

Clint Dempsey skoraði fimmta markið á 65. mínútu eftir sendingu Bobby Zamora og fyrirgjöf frá Andy Johnson.

Zamora var þar með búinn að leggja upp tvö mörk í leiknum en komst síðan sjálfur á markalistann þegar hann kom Fulham í 6-0 á 73. mínútu.

Queens Park Rangers hafði aðeins fengið á sig þrjú mörk í síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni fyrir þennan leik.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×