Enski boltinn

Ferguson: Ég á þrjú til fjögur góð ár eftir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alex Ferguson
Alex Ferguson Mynd. / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester Unitef, telur að hann eigi eftir að vera við stjórnvölin hjá félagið næstu 3-4 árin.

Þessi 69 ára Skoti hefur nú verið í 25 ár knattspyrnustjóri hjá rauðu djöflunum og vill meina að hans tími sé ekki á enda runninn.

„Ég á þrjú til fjögur ár eftir sem stjóri,“ sagði Ferguson við enska fjölmiðla.

„Mér líður en vel í starfi, en þegar ég mun yfirgefa klúbbinn ætla ég mér að skilja eftir ungt og efnilegt lið sem mun halda áfram að ná góðum árangri“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×