Enski boltinn

Tevez má ekki fara frá Manchester-borg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðarmenn Manchester City hafa bannað Carlos Tevez að fljúga heim til Argentínu eins og hann hafði skipulagt.

Framherjinn á bókað flug til Buenos Aires næstkomandi föstudagskvöld en hann fékk þau skilaboð frá forráðamönnum City að honum væri ekki heimilt að fara frá Manchester.

Leikmaðurinn fékk þær skýringar að hann þyrfti að vera nálægt liðinu svo hægt væri að vinna í vandamálunum, en Tevez mun að öllum líkindum ekki leika fleiri leiki með liðinu eftir að Mancini, knattspyrnustjóri félagsins, fékk nóg af hegðun hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×