Enski boltinn

Wenger tók ekki í höndina á Clive Allen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wenger tekur í hönd manna eftir leikinn í gær. Hann sniðgekk þó Allen, sem er annar frá hægri á myndinni.
Wenger tekur í hönd manna eftir leikinn í gær. Hann sniðgekk þó Allen, sem er annar frá hægri á myndinni. Nordic Photos / Getty Images
Clive Allen, einn aðstoðarmanna Harry Rednapp hjá Tottenham, var allt annað en ánægður með framkomu Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir leik liðanna í gær.

„Hann neitaði að taka í höndina mína,“ sagði Allen við enska fjölmiðla í gær en ensku blöðin gerðu mikið úr málinu í dag. „Hann sagði svo að hann hafi ekki séð mig eða heyrt í mér. En hann er alger skíthæll (e. two bob),“ bætti hann við.

Sjálfur vildi Wenger lítið gera úr málinu. „Ég tók í höndina á knattspyrnustjóra Tottenham (Harry Redknapp) og aðstoðarstjóranum (Kevin Bond). Hvað þarf ég að taka í hönd margra eftir leiki? Það áttu engin orðaskipti sér stað og ef Clive Allen er aðalmálið eftir þennan leik þá verðið þið að spyrja hann,“ sagði Wenger.

„Vildi Clive Allen trana sér fram í fjölmiðlum? Já,“ bætti Wenger við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×