Fótbolti

Tap í Portúgal þrátt fyrir þrjú íslensk mörk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Íslenska landsliðið skoraði þrjú mörk á erfiðum útivelli í Portúgal en tapaði samt, 5-3. Hreint út sagt ótrúlegur leikur og flott frammistaða hjá strákunum.

Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson með tvö fín mörk og Gylfi Þór bætti þriðja markinu við úr víti.

Varnarleikurinn ekki nógu góður og portúgalska liðið refsaði grimmilega. Frammistaða Íslands í síðari hálfleik var mögnuð og liðinu til sóma.

Hér að neðan má lesa leiklýsingu Boltavaktarinnar.


Tengdar fréttir

Birkir Bjarnason: Spiluðum mjög góðan leik

Við spiluðum bara mjög góðan leik en ég veit ekki hvort við erum svona óheppnir eða einbeitingalausir í mörkunum þeirra,“ sagði Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport eftir 5-3 tapleik Íslands gegn Portúgal í kvöld. Birkir var einn besti leikmaður Íslands og átti stóran þátt í þriðja marki liðsins þar sem hann var felldur í vítateig Portúgals.

Hallgrímur komst í fámennan hóp í kvöld

Hallgrímur Jónasson komst í fámennan úrvalshóp með því að skora tvö mörk á Estádio do Dragão vellinum í Porto í kvöld. Hallgrímur skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum en íslenska liðið varð að sætta sig við 3-5 tap í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2012.

Ólafur Jóhannesson: Stoltur af liðinu

Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 5-3 tapleiknum gegn Portúgal í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Þjálfarinn var stoltur af liðinu þrátt fyrir tapið.

Sölvi Geir: Þetta var ömurleg sending

"Sem varnarmaður þá get ég ekki verið sáttur við fáum á okkur fimm mörk,“ sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 5-3 tapleikinn gegn Portúgal í kvöld í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×