Fótbolti

Hallgrímur komst í fámennan hóp í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallgrímur Jónasson skorar hér fyrra markið sitt í kvöld.
Hallgrímur Jónasson skorar hér fyrra markið sitt í kvöld. Mynd/AP
Hallgrímur Jónasson komst í fámennan úrvalshóp með því að skora tvö mörk á Estádio do Dragão vellinum í Porto í kvöld. Hallgrímur skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum en íslenska liðið varð að sætta sig við 3-5 tap í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2012.

Aðeins þrír íslenskir landsliðsleikmenn höfðu náð því að skora tvö mörk á útivelli fyrir Íslands í leik í undankeppnum HM eða EM.

Það voru liðin rétt tæplega 30 ár síðan að Ásgeir Sigurvinsson náði því síðastur á undan Hallgrími. Ásgeir skoraði þá tvö mörk í 2-2 jafntefli á móti Wales í leik sem fram fór í Swansea 14. október 1981.

Þórður Þórðarson náði þessu afreki fyrstur í 3-8 tapi á móti Belgíu í undankeppni HM 1958 en þetta var aðeins annars útileikur Íslands í undankeppni stórmóts. Leikurinn fór fram í Brussel 5. júní 1957.

Ríkharður Jónsson var annar maðurinn sem afrekaði þetta en hann skoraði tvö mörk í 2-4 tapi á móti Írum í Dublin í undankeppni EM 1964. Sá leikur fór fram 12. ágúst 1962.

Flest mörk í alvöru A-landsleik á útivelli

(Leikir í undankeppni HM og EM)

2 - Þórður Þórðarson á móti Frakklandi í undankeppni HM 1958

2 - Ríkharður Jónsson á móti Írlandi í undankeppni EM 1964

2 - Ásgeir Sigurvinsson á móti Wales í undankeppni HM 1982

2 - Hallgrímur Jónasson á móti Portúgal í undankeppni EM 2012






Fleiri fréttir

Sjá meira


×