Fótbolti

Hallgrímur Jónasson: Svolítið sérstakt en ótrúlega gaman

„Þetta var svolítið sérstakt en ótrúlega gaman,“  sagði Hallgrímur Jónasson sem skoraði tvívegis fyrir Íslands í 5-3 tapleiknum gegn Portúgal í kvöld.„Því miður dugði þetta ekki til í kvöld. Staðan í hálfleik, 3-0, gaf ekki rétta mynd af leiknum og við ræddum það í hálfleik. Við vissum líka að við erum sterkir í föstum leikatriðum. Og ef við yrðum þolinmóðir þá gætum við sett eitt mark á þá. Íslenska landsliðið er þekkt fyrir að berjast og við ætluðum ekkert að fara gefast upp. Í stöðunni 3-2 þá höfðum við trú á því að getað jafnað leikinn, það sló þögn á áhorfendur.  Þeir voru smeykir við okkur þegar við gátum jafnað. Þeir eru sterkir á heimavelli og eru með gæði í liðinu til að klára færin. Það er ekkert skelfilegt að tapa með tveimur mörkum hérna en að fá fimm mörk á sig er ekki gott,“ sagði Hallgrímur m.a. í viðtalinu sem Guðmundur Benediktsson tók við Húsvíkinginn á Stöð 2 sport eftir leikinn.Hallgrímur leikur oftast sem miðvörður í vörn en hann lék með Keflavík áður en hann fór í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Hann samdi við GAIS í Gautaborg og lék með því liði áður en hann lánaður frá sænska liðinu til SöndersjyskE í Danmörku.   

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Birkir Bjarnason: Spiluðum mjög góðan leik

Við spiluðum bara mjög góðan leik en ég veit ekki hvort við erum svona óheppnir eða einbeitingalausir í mörkunum þeirra,“ sagði Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport eftir 5-3 tapleik Íslands gegn Portúgal í kvöld. Birkir var einn besti leikmaður Íslands og átti stóran þátt í þriðja marki liðsins þar sem hann var felldur í vítateig Portúgals.

Hallgrímur komst í fámennan hóp í kvöld

Hallgrímur Jónasson komst í fámennan úrvalshóp með því að skora tvö mörk á Estádio do Dragão vellinum í Porto í kvöld. Hallgrímur skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum en íslenska liðið varð að sætta sig við 3-5 tap í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2012.

Sölvi Geir: Þetta var ömurleg sending

"Sem varnarmaður þá get ég ekki verið sáttur við fáum á okkur fimm mörk,“ sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 5-3 tapleikinn gegn Portúgal í kvöld í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.