Íslenski boltinn

Tryggvi: Leiðinlegra að hlaupa til baka

Henry Birgir Gunnarsson á Hásteinsvelli skrifar
Tryggvi Guðmundsson náði ekki að slá markametið í dag þó svo hann hefði nokkrum sinnum komist í ákjósanlegar stöður. Tryggvi þurfti að sinna mikilli varnarskyldu í dag og var að vonum þreyttur eftir leik.

"Við ætluðum okkur sigur enda úrslitaleikur. Úr því sem komið var að þá hljótum við að vera nokkuð sáttir við stigið," sagði Tryggvi.

"Við þurftum að bakka mikið og sjaldan sem ég hef spilað svona aftarlega lengi. Við fengum samt nokkrar skyndisóknir en því miður tókst ekki að nýta þær," sagði Tryggvi en er langt síðan hann hljóp svona mikið?

"Ég er vanur að hlaupa svolítið en þetta eru leiðinlegri hlaup. Þetta er meira heim en fram á við. Ég vil frekar hlaupa fram.

"Okkar skipulag fór út um þúfur eftir rauða spjaldið. Vinnuframlagið var samt gott og eitt stig er betra en ekki neitt."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×