Enski boltinn

Meireles: Áhugi Villas-Boas kveikti í mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Meireles heldur á nýju treyjunni sinni.
Meireles heldur á nýju treyjunni sinni. Nordic Photos / Getty Images
Raul Neireles, sem gekk í raðir Chelsea frá Liverpool fyrir viku síðan, segir í viðtali á heimasíðu fyrrnefnda félagsins að hann hafi aldrei lýst því yfir að hann vildi fara frá Liverpool.

Meireles var sagður hafa lagt inn formlega félagaskiptabeiðni skömmu áður en lokað var fyrir félagskipti um mánaðamótin og var hann í kjölfarið seldur til Chelsea fyrir tólf milljónir punda.

„Ég vissi að ég vildi ekki fara frá Liverpool,“ sagði Meireles. „En þegar ég frétti af áhuga Chelsea og Andre villas-Boas var það nóg til að sannfæra mig. Það var bara vegna þess að hann vildi fá mig.“

Villas-Boas var nýbúinn að taka við Porto þegar að Meireles var seldur þaðan til Liverpool fyrir rúmu ári síðan.

„Fólk heldur að ég hafi viljað fara frá Liverpool en það kom bara til vegna þess að Andre vildi fá mig. Þess vegna vildi ég fara.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×