Enski boltinn

Mertesacker: Eins og fyrsti skóladagurinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Per Mertesacker.
Per Mertesacker. Nordic Photos / Getty Images
Þýski varnarmaðurinn Per Mertesacker er orðinn mjög spenntur fyrir því að hefja störf hjá nýju félagi, Arsenal, en hann var keyptur til liðsins frá Werder Bremen í Þýskalandi.

Mertesacker hefur verið með þýska landsliðinu síðan hann var keyptur til Arsenal og flýgur til Lundúna á morgun.

„Ég er mjög spenntur. Þetta er nýr kafli í mínu lífi og ég hlakka mikið til að byrja. Ég finn þó líka fyrir stressi og er upplifunin eins og fyrir fyrsta skóladaginn.“

„Nú þarf ég að takast á við nýja áskorun, nýjan leikstíl og í nýju landi með nýtt tungumál. Ég er tilbúinn fyrir það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×