Enski boltinn

Forssell samdi við Leeds

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Forssell í leik með Hannover á síðustu leiktíð.
Forssell í leik með Hannover á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images
Finnski sóknarmaðurinn Mikael Forssell, fyrrum samherji Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, er kominn aftur í ensku knattspyrnuna því hann hefur samið við enska B-deildarliðið Leeds.

Forssell lék einnig með Birmingham áður en hann hélt til Þýskalands en hann losnaði undan samningi sínum við Hannover nú í sumar. Síðan þá hefur hann verið án samnings.

Hann hefur þó haldið sér í formi þar sem hann hefur verið að æfa með Leeds síðustu vikurnar en hann skoraði til að mynda í leik með finnska landsliðinu á dögunum.

„Mikael hefur æft með okkur síðustu vikurnar og höfum við því kynnst honum vel,“ sagði Simon Grayson, stjóri Leeds. „Hann hefur sýnt að hann er hæfileikaríkur leikmaður og vill standa sig vel. Við fögnum því að fá hann í leikmannahópinn okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×