Enski boltinn

Warnock: Hef aldrei rætt við eigandann um Beckham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neil Warnock, stjóri QPR.
Neil Warnock, stjóri QPR. Nordic Photos / Getty Images
Neil Warnock, stjóri nýliða QPR í ensku úrvalsdeildinni, gefur lítið fyrir þær vangaveltur eigenda félagsins á Twitter um að fá David Beckham til félagsins.

Í fyrradag var greint frá því að Tony Fernandes, nýr eigandi QPR, sé nú að skoða það að fá David Beckham til liðs við félagið eftir að samningur hans við LA Galaxy rennur út í nóvember. Þó verður ekki opnað fyrir félagaskipti á ný fyrr en um áramótin.

„Það er fátt sem kemur mér á óvart hjá þessu félagi en þetta er ekkert sem við höfum rætt - alla vega ekki ég," sagði Warnock við enska fjölmiðla.

„Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana enda leikur við Newcastle á mándaginn. Ég er því ekkert að velta neinu öðru fyrir mér," bætti hann við.

„Við getum hvort eð er ekki fengið neinn til okkar fyrr en í janúar. Hann er frábær knattspyrnumaður og hefur reynst enskri knattspyrnu vel. Mér líkar mjög vel við hann persónulega en eigum við ekki frekar að ræða þetta í janúar?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×