Enski boltinn

Manchester United sendi rússneska félaginu samúðarskeyti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er mikil sorg í Yaroslavlborg í Rússlandi.
Það er mikil sorg í Yaroslavlborg í Rússlandi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðamenn Manchester United hafa sent samúðarskeyti til rússneska íshokkífélagsins Lokomotiv Yaroslavl sem missti 36 leikmenn og þjálfara í flugslysi í vikunni. Slysið hefur kallað fram gamlar minningar frá Munchen-slysinu þar sem United missti marga frábæra leikmenn.

United-menn vildu láta til sín taka á þessum erfiðu tímum í Yaroslavl enda annað félag að lenda í hrikalegum harmleik eins og þeir lentu í fyrir 53 árum síðan. United missti átta leikmenn og þrjá starfsmenn í Munchen-slysinu árið 1958 þegar 23 af 44 farþegum fórust þegar flugvél á leiðinni heim til Englands hrapaði í flugtaki.

36 leikmenn ásamt sjö manna starfsliði rússnesku flugvélarinnar fórust á þriðjudaginn þegar flugvél á leiðinni til Minsk hrapaði skömmu eftir flugtak en liðið var á leiðinni í leik.

Það var stjórnarformaðurinn David Gill sem tók það að sér að skrifa samúðarbréfið og þar skrifaði hann meðal annars að hugur allra á Old Trafford væri hjá Rússunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×