Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2011 15:45 Ólafur á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. Tilkynnt var á blaðamannafundi KSÍ í dag að Ólafur myndi ljúka störfum hjá KSÍ þegar núverandi samningur hans rennur út, það er eftir að undankeppni EM 2012 lýkur. Vísir spurði Ólaf hvort að hann hafi íhugað að hætta strax þegar honum var tilkynnt um þessa niðurstöðu. „Nei,“ sagði hann einfaldlega og vildi ekki fara nánar út í þessa sálma. „Ég tel ekki tímabært að ræða það á þessum tímapunkti. Við erum að einbeita okkur að þessum tveimur leikjum og ég vil bara ræða þá,“ sagði Ólafur en Ísland mætir Noregi og Kýpur í undankeppninni í byrjun september. Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag. Hann var þó reiðubúinn að svara spurningum um hvað honum þætti um þá umræðu sem hefur verið um gengi landsliðsins og hans stöðu sem landsliðsþjálfara. „Hvað hef ég langan tíma,“ spurði hann þegar Vísir spurði hann um hans álit á umræðunni. „Þessi blaðamannafundur er um þessa tvo leiki en ég gæti talað við ykkur í marga klukkutíma um það.“ „En ég gerði mér grein fyrir því þegar ég tók að mér þetta starf að það væri mikil pressa sem fylgdi því. Ég held að ég hafi sagt strax í upphafi að ég yrði afhausaður á einhverjum tímapunkti - eins og þeir sex þjálfarar sem voru á undan mér. Þeir lentu allir í þessu.“ „Það var ráðist á suma þeirra úti á götu - ég hef nú sloppið við það þó svo að ég hafi fengið nokkuð símtöl.“ „En eftir tvö ár velti ég því lengi fyrir mér hvort ég ætti að taka slaginn eða ekki. Ég gerði það og sé alls ekki eftir því í dag. Þetta hefur verið frábær tími.“ Hann segist þó feginn að þessu sé að ljúka. „Já, já - það er ágætt. En ég vissi þetta fyrir löngu.“ Var umræðan ósanngjörn að hans mati? „Ég veit það ekki. Bæði og.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. Tilkynnt var á blaðamannafundi KSÍ í dag að Ólafur myndi ljúka störfum hjá KSÍ þegar núverandi samningur hans rennur út, það er eftir að undankeppni EM 2012 lýkur. Vísir spurði Ólaf hvort að hann hafi íhugað að hætta strax þegar honum var tilkynnt um þessa niðurstöðu. „Nei,“ sagði hann einfaldlega og vildi ekki fara nánar út í þessa sálma. „Ég tel ekki tímabært að ræða það á þessum tímapunkti. Við erum að einbeita okkur að þessum tveimur leikjum og ég vil bara ræða þá,“ sagði Ólafur en Ísland mætir Noregi og Kýpur í undankeppninni í byrjun september. Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag. Hann var þó reiðubúinn að svara spurningum um hvað honum þætti um þá umræðu sem hefur verið um gengi landsliðsins og hans stöðu sem landsliðsþjálfara. „Hvað hef ég langan tíma,“ spurði hann þegar Vísir spurði hann um hans álit á umræðunni. „Þessi blaðamannafundur er um þessa tvo leiki en ég gæti talað við ykkur í marga klukkutíma um það.“ „En ég gerði mér grein fyrir því þegar ég tók að mér þetta starf að það væri mikil pressa sem fylgdi því. Ég held að ég hafi sagt strax í upphafi að ég yrði afhausaður á einhverjum tímapunkti - eins og þeir sex þjálfarar sem voru á undan mér. Þeir lentu allir í þessu.“ „Það var ráðist á suma þeirra úti á götu - ég hef nú sloppið við það þó svo að ég hafi fengið nokkuð símtöl.“ „En eftir tvö ár velti ég því lengi fyrir mér hvort ég ætti að taka slaginn eða ekki. Ég gerði það og sé alls ekki eftir því í dag. Þetta hefur verið frábær tími.“ Hann segist þó feginn að þessu sé að ljúka. „Já, já - það er ágætt. En ég vissi þetta fyrir löngu.“ Var umræðan ósanngjörn að hans mati? „Ég veit það ekki. Bæði og.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19
Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36