Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson: Við vorum klaufar

Ari Erlingsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Mynd/Valli
Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika var ekkert sérstaklega upplitsfjarfur í samtali við blaðamann visis að leik loknum. Ólafur var ósáttur að hafa ekki nýtt yfirburðina sem lið hans sýndi í seinni hálfleik.

 

„Við vorum með ákveðna yfirburði í fyrri hálfleik og við uppskerum eins marks forystu sem mér fannst kannski fulllítið,“ sagði Ólafur við Vísi eftir leikinn.

„Grindvíkingar koma grimmari til seinni hálfleiks, jafna leikinn og slá okkur svolítið út af laginu. Klaufalegt hjá okkur að hleypa þessu marki inn því þeir voru ekkert að skapa sér nein dauðafæri í þessum leik.“

„Mér finnst við ná að komast aftur inn í leikinn þegar líður á seinni hálfleikinn. Við fengum nóg af færum en náðum því miður ekki að nýta þau. Við vorum stundum klaufar en svo var Óskar í markinu hjá þeim að verja virkilega vel og það ber að hrósa honum fyrir það. Það þýðir ekkert að vera svekkja sig á þessu. Við verðum bara að halda áfram og einbeita okkur að næsta verkefni.“

„Við getum ennþá náð hluta af þeim markmiðum sem við settum okkur og stefnum að sjálfsögðu að því að ná í sem flest stig áður en mótið er úti. Ég vill ekkert vera gefa út nákvæmlega hvert lokamarkmiðið er núna þegar við erum komnir í þessa stöðu. Næsta markmið er bara að mæta á æfingu á morgun.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×