Íslenski boltinn

Annar 1-0 sigur FH í röð - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
FH er komið upp í þriðja sæti Pepsi-deildar karla eftir 1-0 sigur á Keflavík í miklum baráttuleik á Kaplakrikavelli í gær.

Atli Viðar Björnsson kom inn á sem varamaður og tryggði FH sigur með marki á 81. mínútu. FH-ingar léku reyndar manni fleiri í 84 mínútur eftir að Adam Larsson var vikið af velli snemma leiks.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og tók þessar myndir.

Willum Þór Þórsson og Heimir Guðjónsson.Mynd/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×