Skólabókardæmi um góðan flóttamann - íslensk árvekni felldi hann 26. júní 2011 06:00 James "Whitey“ Bulger var innblástur fyrir persónu í óskarsverðlaunamynd. Glæpaforinginn James „Whitey" Bulger er skólabókardæmi yfir það hvernig á að forðast langan arm réttvísinnar samkvæmt lögreglumanni sem var í sérsveit sem hafði það eitt að markmiði að hafa upp á honum. Bulger hvarf árið 1995 eftir að spilltur fulltrúi alríkislögreglunnar sagði honum frá því að það stæði til að handtaka hann og ákæra. Bulger er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti nítján manns að bana á ævilöngum glæpaferli sínum en hann er 81 árs gamall. Þá er ótalið öll hin brotin. Bulger var foringi Winter Hill gengisins sem var í raun írska mafían í Boston. Þegar hann flýði borgina varð uppi fótur og fit innan lögreglunnar. Úr varð fjölmiðlasirkus. Alríkisfulltrúinn sem lét Bulger vita af yfirvofandi handtöku var að lokum dæmdur í 40 ára fangelsi, meðal annars fyrir aðild að morði. Sjálfur neitar hann enn sök. Fjölmiðlar í Boston urðu enn hneykslaðri þegar í ljós kom að Bulger hafði verið uppljóstrari alríkislögreglunnar í fjölmörg ár. Í raun er hann talinn hafa myrt mann eftir að hann uppgötvaði að Bulger væri uppljóstrari. Óttinn við að slíkt fréttist í undirheimum Boston var gríðarlegur enda hefði hann verið drepinn umsvifalaust af óvinum sínum. Þá lék grunur á að Bulger hefði í raun notið verndar lögreglunnar sem glæpaforingi á meðan hann var uppljóstrari og stundað glæpastarfsemi í skjóli hennar. Og ekki nóg með það, hann komst fyrst til valda óbeint með aðstoð lögreglunnar. Líklega var það ekki til þess að draga úr athygli fjölmiðlanna að bróðir Bulgers var þingmaður í fylkinu og að auki forseti þingsins í Massachuttes á sama tíma og Bulger réði lögum og lofum í undirheimum Boston. Hann hefur þó aldrei verið tengdur við glæpastarfsemi bróður síns og starfar nú sem stjórnarformaður Massachussets háskólans. Eftir að Whitey hafði verið á flótta undan réttvísinni í 16 ár ákvað sérsveitin, sem leitaði Bulgers, að reyna önnur og óhefðbundnari meðöl. Þeir voru þegar búnir að birta tölvugerðar myndir af honum eins og hann gæti litið út í dag, en allt án árangurs. Og líklega var meira álag á deildinni í ljósi þess að hryðjuverkaleiðtoginn Osama Bin Laden var myrtur í maí síðastliðnum, og það skaut Bulger upp í toppsætið á hinn alræmda lista yfir tíu mest eftirlýstustu menn Bandaríkjanna; sumir segja veraldarinnar. Lögreglan í Boston ákvað því að lýsa eftir kærustu Bulgers, Catherine Greig. Auglýsingar birtust á CNN og þar kom fram að hún væri með einstaklega hvítar tennur, þar sem hún hefði starfað sem klinka hjá tannlækni auk þess sem hún færi mikið á snyrtistofur og væri góð við dýr. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, lögreglan fékk upplýsingar, sem sumir fjölmiðlar hafa greint frá að séu komnar frá íslenskri konu, um að Bulger væri staðsettur í Santa Monica, sem er skammt frá Los Angeles. Fjölmiðlum ber ekki saman hvernig konan tengdist Bulger. Í fjölmiðlum í Boston er greint sumstaðar frá því að hún hafi verið nágranni glæpakóngsins. Aðrir segja hana einfaldlega hafa tengingu við bæinn og hafa hitt kærustuparið, en búi á Íslandi. Aðrir greina ekki frá þjóðerni hennar þar sem lögreglan neitar að gefa upplýsingar um uppljóstrarann. Þrátt fyrir að Bulger hefði gætt að öllum smáatriðum flóttamannsins, þá var Greig ekki jafn varkár. Bærinn var í raun fullkomið yfirvarp að sögn lögreglumanna sem höfðu upp á honum. Þar bjuggu fjölmargir ellilífeyrisþegar sem vildu eyða ævikvöldinu í vinalegum bæ, og því var engin neitt sérstaklega að hnýsast um fortíð Bulgers, eins og gæti frekar gerst í rótgrónu hverfi. Þá virðist Bulger ekki hafa greitt fyrir neitt með greiðslukortum þrátt fyrir að hann átti nokkur fölsuð skírteini sem hefðu getað auðveldað honum aðgengi að slíkum kortum. Hann ók aldrei bíl af ótta við að vera stöðvaður af lögreglunni og hann spjallaði aldrei lengi við nokkurn mann. Honum var lýst sem hlýlegum eldri manni en var þó tiltölulega fjarlægur í öllum samskiptum. Og þó hann hefði gætt sín þá var ekki slíkt hið sama um kærustuna að segja. Einn nágranni parsins lýsti því þegar hann var að tala lengi og vel við Greig þegar Bulger skipar henni að hætta þessu masi og hunskast aftur inn í íbúðina. Það virðist í það minnsta hafa verið íslensk árvekni sem varð til þess að hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna var handtekinn að lokum. Verðlaunaféð eru tvær milljónir dollara, það gera um 200 milljónir króna. Því ætti sá sem sagði til hans ekki að þurfa að örvænta þó það sé eflaust óþægilegt að eiga slíka óvini. Bulger hefur verið kvikmyndaframleiðendum hugleikinn. Þannig er búið að greina frá því að hann var fyrirmynd glæpaforingjans í kvikmyndinni The Departed, en það var Jack Nicholson sem lék Bulger í þeirri mynd. Þá voru þættir sýndir hér á landi sem hétu Brotherhood en þeir fjölluðu um glæpaforingja og þingmann sem voru bræður og eru byggðir á persónum Bulgers og þingmannsins bróður hans. Bandaríkin James Whitey Bulger Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Glæpaforinginn James „Whitey" Bulger er skólabókardæmi yfir það hvernig á að forðast langan arm réttvísinnar samkvæmt lögreglumanni sem var í sérsveit sem hafði það eitt að markmiði að hafa upp á honum. Bulger hvarf árið 1995 eftir að spilltur fulltrúi alríkislögreglunnar sagði honum frá því að það stæði til að handtaka hann og ákæra. Bulger er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti nítján manns að bana á ævilöngum glæpaferli sínum en hann er 81 árs gamall. Þá er ótalið öll hin brotin. Bulger var foringi Winter Hill gengisins sem var í raun írska mafían í Boston. Þegar hann flýði borgina varð uppi fótur og fit innan lögreglunnar. Úr varð fjölmiðlasirkus. Alríkisfulltrúinn sem lét Bulger vita af yfirvofandi handtöku var að lokum dæmdur í 40 ára fangelsi, meðal annars fyrir aðild að morði. Sjálfur neitar hann enn sök. Fjölmiðlar í Boston urðu enn hneykslaðri þegar í ljós kom að Bulger hafði verið uppljóstrari alríkislögreglunnar í fjölmörg ár. Í raun er hann talinn hafa myrt mann eftir að hann uppgötvaði að Bulger væri uppljóstrari. Óttinn við að slíkt fréttist í undirheimum Boston var gríðarlegur enda hefði hann verið drepinn umsvifalaust af óvinum sínum. Þá lék grunur á að Bulger hefði í raun notið verndar lögreglunnar sem glæpaforingi á meðan hann var uppljóstrari og stundað glæpastarfsemi í skjóli hennar. Og ekki nóg með það, hann komst fyrst til valda óbeint með aðstoð lögreglunnar. Líklega var það ekki til þess að draga úr athygli fjölmiðlanna að bróðir Bulgers var þingmaður í fylkinu og að auki forseti þingsins í Massachuttes á sama tíma og Bulger réði lögum og lofum í undirheimum Boston. Hann hefur þó aldrei verið tengdur við glæpastarfsemi bróður síns og starfar nú sem stjórnarformaður Massachussets háskólans. Eftir að Whitey hafði verið á flótta undan réttvísinni í 16 ár ákvað sérsveitin, sem leitaði Bulgers, að reyna önnur og óhefðbundnari meðöl. Þeir voru þegar búnir að birta tölvugerðar myndir af honum eins og hann gæti litið út í dag, en allt án árangurs. Og líklega var meira álag á deildinni í ljósi þess að hryðjuverkaleiðtoginn Osama Bin Laden var myrtur í maí síðastliðnum, og það skaut Bulger upp í toppsætið á hinn alræmda lista yfir tíu mest eftirlýstustu menn Bandaríkjanna; sumir segja veraldarinnar. Lögreglan í Boston ákvað því að lýsa eftir kærustu Bulgers, Catherine Greig. Auglýsingar birtust á CNN og þar kom fram að hún væri með einstaklega hvítar tennur, þar sem hún hefði starfað sem klinka hjá tannlækni auk þess sem hún færi mikið á snyrtistofur og væri góð við dýr. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, lögreglan fékk upplýsingar, sem sumir fjölmiðlar hafa greint frá að séu komnar frá íslenskri konu, um að Bulger væri staðsettur í Santa Monica, sem er skammt frá Los Angeles. Fjölmiðlum ber ekki saman hvernig konan tengdist Bulger. Í fjölmiðlum í Boston er greint sumstaðar frá því að hún hafi verið nágranni glæpakóngsins. Aðrir segja hana einfaldlega hafa tengingu við bæinn og hafa hitt kærustuparið, en búi á Íslandi. Aðrir greina ekki frá þjóðerni hennar þar sem lögreglan neitar að gefa upplýsingar um uppljóstrarann. Þrátt fyrir að Bulger hefði gætt að öllum smáatriðum flóttamannsins, þá var Greig ekki jafn varkár. Bærinn var í raun fullkomið yfirvarp að sögn lögreglumanna sem höfðu upp á honum. Þar bjuggu fjölmargir ellilífeyrisþegar sem vildu eyða ævikvöldinu í vinalegum bæ, og því var engin neitt sérstaklega að hnýsast um fortíð Bulgers, eins og gæti frekar gerst í rótgrónu hverfi. Þá virðist Bulger ekki hafa greitt fyrir neitt með greiðslukortum þrátt fyrir að hann átti nokkur fölsuð skírteini sem hefðu getað auðveldað honum aðgengi að slíkum kortum. Hann ók aldrei bíl af ótta við að vera stöðvaður af lögreglunni og hann spjallaði aldrei lengi við nokkurn mann. Honum var lýst sem hlýlegum eldri manni en var þó tiltölulega fjarlægur í öllum samskiptum. Og þó hann hefði gætt sín þá var ekki slíkt hið sama um kærustuna að segja. Einn nágranni parsins lýsti því þegar hann var að tala lengi og vel við Greig þegar Bulger skipar henni að hætta þessu masi og hunskast aftur inn í íbúðina. Það virðist í það minnsta hafa verið íslensk árvekni sem varð til þess að hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna var handtekinn að lokum. Verðlaunaféð eru tvær milljónir dollara, það gera um 200 milljónir króna. Því ætti sá sem sagði til hans ekki að þurfa að örvænta þó það sé eflaust óþægilegt að eiga slíka óvini. Bulger hefur verið kvikmyndaframleiðendum hugleikinn. Þannig er búið að greina frá því að hann var fyrirmynd glæpaforingjans í kvikmyndinni The Departed, en það var Jack Nicholson sem lék Bulger í þeirri mynd. Þá voru þættir sýndir hér á landi sem hétu Brotherhood en þeir fjölluðu um glæpaforingja og þingmann sem voru bræður og eru byggðir á persónum Bulgers og þingmannsins bróður hans.
Bandaríkin James Whitey Bulger Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira