Enski boltinn

Sunderland hafnaði Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Sunderland hafnað beiðni Liverpool um viðræður vegna Jordan Henderson sem átti frábæra leiktíð með Sunderland í vetur.

Henderson hefur verið sterklega orðaður við bæði Manchester-liðin en Liverpool kom svo nokkuð óvænt inn í myndina.

Sky Sports fullyrðir að Liverpool hafi verið reiðubúnir að leggja fram tilboð upp á þrettán milljónir punda en að Sunderland hafi þverneitað.

Sunderland er sagt vilja fá minnst 20 milljónir punda fyrir kappann. Steve Bruce, stjóri liðsins, mun einnig hafa áhuga á að styrkja lið sitt og horft til þess að fá þá Darron Gibson og Wes Brown frá Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×