Enski boltinn

Park vill vera áfram hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska dagblaðið The Telegraph segir að Ji-Sung Park muni hefja viðræður um nýjan samning við Manchester United áður en næsta keppnistímabil hefst.

Park er lykilmaður í liði United og er félagið sagt reiðubúið að bjóða honum tveggja ára framlengingu á núverandi samningi sem gildir til loka næsta tímabils.

Park er þrítugur Suður-Kóreumaður sem lék með PSV Eindhoven áður en hann kom til United árið 2005.

„Manchester United er mikilvægt félag og það gleður mig ef það er litið á mig sem mikilvægan leikmann í liðinu,“ sagði Park við The Telegraph.

„Það getur allt gerst í boltanum en ég hef verið hér í sex ár og líkar það vel.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×