Enski boltinn

Aston Villa ætlar ekki að ráða Mark Hughes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes. Mynd/AP
Mark Hughes verður ekki næsti stjóri Aston Villa og er Hughes því atvinnulaus eftir að hann hætti sem stjóri Fulham fyrr í dag. Enskir miðlar höfðu skrifað mikið um að Hughes yrði eftirmaður Gérard Houllier hjá Villa en í kvöld varð ljóst að forráðamenn Aston Villa ætla að leita annað.

Martin Jol og Steve McClaren eru núna efstir á blaði yfir þá sem koma til greina sem næsti stjóri Aston Villa en Gérard Houllier  varð að hætta með liðið af heilsufarsástæðum. Jol og McClaren eru báðir spenntir fyrir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og gætu því einnig komið til greina sem eftirmaður Hughes hjá Fulham. Martin O'Neill þykir koma líka til greina til að taka við á Craven Cottage.

Samkvæmt heimildum Guardian var Mohamed Al Fayed, eigandi Fulham, öskureiður þegar hann heyrði af því að Mark Hughes ætlaði að nýta sér klásu í samingi sínum og hætta sem stjóri Fulham. Hughes var í samningarviðræðum við Fulham en forráðamönnum félagsins fannst hann um leið vera að bjóða öðrum félögum starfskrafta sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×