Enski boltinn

Swindon missir stuðningsaðila þar sem Di Canio er fasisti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi fasistakveðja kostaði Di Canio 7.000 evrur.
Þessi fasistakveðja kostaði Di Canio 7.000 evrur.
Sú ákvörðun forráðamanna Swindon Town að ráða Ítalann Paolo Di Canio sem knattspyrnustjóra er þegar farin að draga dilk á eftir sér.

Liðið á ekki of mikið af styrktaraðilum og einn þeirra  hefur þegar hætt að styðja félagið út af Di Canio.

Ítalinn er stoltur fasisti og mikill aðdáandi Mussolini. Hann var sektaður um 7.000 evrur þegar hann heilsaði stuðningsmönnum Lazio að fasistasið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×