Birmingham og Blackpool féllu úr úrvalsdeildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2011 15:00 Leikmenn Blackpool voru niðurlútir í leikslok Mynd/Ghetty Images Blackpool og Birmingham féllu úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leik var að ljúka rétt í þessu. Fimm lið gátu fallið fyrir lokaumferðina en West Ham var þegar fallið. Englandsmeistarar Man Utd sigruðu lærisveina Ian Holloway á Old Trafford með fjórum mörkum gegn tveimur. Blackpool sýndu mikla baráttu í leiknum og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Eftir að hafa lent undir um miðjan fyrri hálfleik náði Blackpool að komast yfir með tveimur fallegum mörkum. En líkt og í fyrri leik liðanna á Bloomfield Road hélst Blackpool ekki á forystunni. 4-2 tap staðreynd þar sem Michael Owen rak naglann í kistu Blackpool í líklega sínum síðasta leik fyrir Utd. Roman Pavlyuchenko sá til þess að deildarbikarmeistarar Birmingham spila í Championship deildinni á næsta tímabili. Rússinn skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Tottenham sem lauk leik í 5. sæti deildarinnar. Sætið gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni þangað sem Birmingham höfðu þegar tryggt sig með deildarbikartitli sínum. Útlitið var afar svart hjá Úlfunum sem tóku á móti Blackburn. Bæði lið voru að berjast fyrir lífi sínu en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Blackburn var 3-0 yfir í leikhléi og útlitið svart fyrir lærisveina Mick McCarthy. Tvö mörk í síðari hálfleik og sigurmark Roman Pavlyuchenko gerðu það að verkum að Úlfarnir spila meðal þeirra bestu að ári líkt og Blackburn. Að lokum vann Wigan 1-0 útisigur á Stoke og tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni þar sem þeir hafa spilað síðan 2005. Úrslit og markaskorarar úr öllum leikjum má sjá hér að neðan. Úrslitin í lokaumferð enska boltansManchester Utd - Blackpool 4-2 1-0 Ji Sung Park (21.) 1-1 Charlie Adam (40.) 1-2 Gavin Taylor-Fletcher (47.) 2-2 Anderson (63.) 3-2 Ian Evatt sjálfsmark (74.) 4-2 Michael Owen (81.)Aston Villa-Liverpool 1-0 1-0 Stewart Downing (33.)Bolton-Man. City 0-2 0-1 Jolean Lescott (43.) 0-2 Edin Dzeko (62.)Everton-Chelsea 1-0 1-0 Jermaine BeckfordFulham-Arsenal 2-2 1-0 Steve Sidwell (26.) 1-1 Robin Van Persie (31.) 2-1 Bobby Zamora (57.) 2-2 Theo Walcott (89.)Newcastle-WBA 3-3 1-0 Steven Taylor (16.) 2-0 Peter Lövenkrands (43.) 3-0 Jonas Olsson sjálfsmark (47.) 3-1 Soman Tchoyi (62.) 3-2 Soman Tchoyi (72.) 3-3 Soman Tchoyi (89.)Stoke-Wigan 0-1 0-1 Hugo RodalleicaTottenham-Birmingham 2-1 1-0 Roman Pavlyuchenko (49.) 1-1 Craig Garnder (79.) 2-1 Roman Pavlyuchenko (90+.)West Ham-Sunderland 0-3 0-1 boudewijn Zenden (17.) 0-2 Stephane Sessegnon (51.) 0-3 Cristian Riveros (94.)Wolves-Blackburn 2-3 0-1 Jason Roberts (22.) 0-2 Brett Emerton (38.) 0-3 David Hoilett (45+) 1-3 Jamie O'Hara (73.) 2-3 Stephen Hunt (87.) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Blackpool og Birmingham féllu úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leik var að ljúka rétt í þessu. Fimm lið gátu fallið fyrir lokaumferðina en West Ham var þegar fallið. Englandsmeistarar Man Utd sigruðu lærisveina Ian Holloway á Old Trafford með fjórum mörkum gegn tveimur. Blackpool sýndu mikla baráttu í leiknum og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Eftir að hafa lent undir um miðjan fyrri hálfleik náði Blackpool að komast yfir með tveimur fallegum mörkum. En líkt og í fyrri leik liðanna á Bloomfield Road hélst Blackpool ekki á forystunni. 4-2 tap staðreynd þar sem Michael Owen rak naglann í kistu Blackpool í líklega sínum síðasta leik fyrir Utd. Roman Pavlyuchenko sá til þess að deildarbikarmeistarar Birmingham spila í Championship deildinni á næsta tímabili. Rússinn skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Tottenham sem lauk leik í 5. sæti deildarinnar. Sætið gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni þangað sem Birmingham höfðu þegar tryggt sig með deildarbikartitli sínum. Útlitið var afar svart hjá Úlfunum sem tóku á móti Blackburn. Bæði lið voru að berjast fyrir lífi sínu en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Blackburn var 3-0 yfir í leikhléi og útlitið svart fyrir lærisveina Mick McCarthy. Tvö mörk í síðari hálfleik og sigurmark Roman Pavlyuchenko gerðu það að verkum að Úlfarnir spila meðal þeirra bestu að ári líkt og Blackburn. Að lokum vann Wigan 1-0 útisigur á Stoke og tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni þar sem þeir hafa spilað síðan 2005. Úrslit og markaskorarar úr öllum leikjum má sjá hér að neðan. Úrslitin í lokaumferð enska boltansManchester Utd - Blackpool 4-2 1-0 Ji Sung Park (21.) 1-1 Charlie Adam (40.) 1-2 Gavin Taylor-Fletcher (47.) 2-2 Anderson (63.) 3-2 Ian Evatt sjálfsmark (74.) 4-2 Michael Owen (81.)Aston Villa-Liverpool 1-0 1-0 Stewart Downing (33.)Bolton-Man. City 0-2 0-1 Jolean Lescott (43.) 0-2 Edin Dzeko (62.)Everton-Chelsea 1-0 1-0 Jermaine BeckfordFulham-Arsenal 2-2 1-0 Steve Sidwell (26.) 1-1 Robin Van Persie (31.) 2-1 Bobby Zamora (57.) 2-2 Theo Walcott (89.)Newcastle-WBA 3-3 1-0 Steven Taylor (16.) 2-0 Peter Lövenkrands (43.) 3-0 Jonas Olsson sjálfsmark (47.) 3-1 Soman Tchoyi (62.) 3-2 Soman Tchoyi (72.) 3-3 Soman Tchoyi (89.)Stoke-Wigan 0-1 0-1 Hugo RodalleicaTottenham-Birmingham 2-1 1-0 Roman Pavlyuchenko (49.) 1-1 Craig Garnder (79.) 2-1 Roman Pavlyuchenko (90+.)West Ham-Sunderland 0-3 0-1 boudewijn Zenden (17.) 0-2 Stephane Sessegnon (51.) 0-3 Cristian Riveros (94.)Wolves-Blackburn 2-3 0-1 Jason Roberts (22.) 0-2 Brett Emerton (38.) 0-3 David Hoilett (45+) 1-3 Jamie O'Hara (73.) 2-3 Stephen Hunt (87.)
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira