Birmingham og Blackpool féllu úr úrvalsdeildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2011 15:00 Leikmenn Blackpool voru niðurlútir í leikslok Mynd/Ghetty Images Blackpool og Birmingham féllu úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leik var að ljúka rétt í þessu. Fimm lið gátu fallið fyrir lokaumferðina en West Ham var þegar fallið. Englandsmeistarar Man Utd sigruðu lærisveina Ian Holloway á Old Trafford með fjórum mörkum gegn tveimur. Blackpool sýndu mikla baráttu í leiknum og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Eftir að hafa lent undir um miðjan fyrri hálfleik náði Blackpool að komast yfir með tveimur fallegum mörkum. En líkt og í fyrri leik liðanna á Bloomfield Road hélst Blackpool ekki á forystunni. 4-2 tap staðreynd þar sem Michael Owen rak naglann í kistu Blackpool í líklega sínum síðasta leik fyrir Utd. Roman Pavlyuchenko sá til þess að deildarbikarmeistarar Birmingham spila í Championship deildinni á næsta tímabili. Rússinn skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Tottenham sem lauk leik í 5. sæti deildarinnar. Sætið gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni þangað sem Birmingham höfðu þegar tryggt sig með deildarbikartitli sínum. Útlitið var afar svart hjá Úlfunum sem tóku á móti Blackburn. Bæði lið voru að berjast fyrir lífi sínu en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Blackburn var 3-0 yfir í leikhléi og útlitið svart fyrir lærisveina Mick McCarthy. Tvö mörk í síðari hálfleik og sigurmark Roman Pavlyuchenko gerðu það að verkum að Úlfarnir spila meðal þeirra bestu að ári líkt og Blackburn. Að lokum vann Wigan 1-0 útisigur á Stoke og tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni þar sem þeir hafa spilað síðan 2005. Úrslit og markaskorarar úr öllum leikjum má sjá hér að neðan. Úrslitin í lokaumferð enska boltansManchester Utd - Blackpool 4-2 1-0 Ji Sung Park (21.) 1-1 Charlie Adam (40.) 1-2 Gavin Taylor-Fletcher (47.) 2-2 Anderson (63.) 3-2 Ian Evatt sjálfsmark (74.) 4-2 Michael Owen (81.)Aston Villa-Liverpool 1-0 1-0 Stewart Downing (33.)Bolton-Man. City 0-2 0-1 Jolean Lescott (43.) 0-2 Edin Dzeko (62.)Everton-Chelsea 1-0 1-0 Jermaine BeckfordFulham-Arsenal 2-2 1-0 Steve Sidwell (26.) 1-1 Robin Van Persie (31.) 2-1 Bobby Zamora (57.) 2-2 Theo Walcott (89.)Newcastle-WBA 3-3 1-0 Steven Taylor (16.) 2-0 Peter Lövenkrands (43.) 3-0 Jonas Olsson sjálfsmark (47.) 3-1 Soman Tchoyi (62.) 3-2 Soman Tchoyi (72.) 3-3 Soman Tchoyi (89.)Stoke-Wigan 0-1 0-1 Hugo RodalleicaTottenham-Birmingham 2-1 1-0 Roman Pavlyuchenko (49.) 1-1 Craig Garnder (79.) 2-1 Roman Pavlyuchenko (90+.)West Ham-Sunderland 0-3 0-1 boudewijn Zenden (17.) 0-2 Stephane Sessegnon (51.) 0-3 Cristian Riveros (94.)Wolves-Blackburn 2-3 0-1 Jason Roberts (22.) 0-2 Brett Emerton (38.) 0-3 David Hoilett (45+) 1-3 Jamie O'Hara (73.) 2-3 Stephen Hunt (87.) Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Blackpool og Birmingham féllu úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leik var að ljúka rétt í þessu. Fimm lið gátu fallið fyrir lokaumferðina en West Ham var þegar fallið. Englandsmeistarar Man Utd sigruðu lærisveina Ian Holloway á Old Trafford með fjórum mörkum gegn tveimur. Blackpool sýndu mikla baráttu í leiknum og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Eftir að hafa lent undir um miðjan fyrri hálfleik náði Blackpool að komast yfir með tveimur fallegum mörkum. En líkt og í fyrri leik liðanna á Bloomfield Road hélst Blackpool ekki á forystunni. 4-2 tap staðreynd þar sem Michael Owen rak naglann í kistu Blackpool í líklega sínum síðasta leik fyrir Utd. Roman Pavlyuchenko sá til þess að deildarbikarmeistarar Birmingham spila í Championship deildinni á næsta tímabili. Rússinn skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Tottenham sem lauk leik í 5. sæti deildarinnar. Sætið gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni þangað sem Birmingham höfðu þegar tryggt sig með deildarbikartitli sínum. Útlitið var afar svart hjá Úlfunum sem tóku á móti Blackburn. Bæði lið voru að berjast fyrir lífi sínu en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Blackburn var 3-0 yfir í leikhléi og útlitið svart fyrir lærisveina Mick McCarthy. Tvö mörk í síðari hálfleik og sigurmark Roman Pavlyuchenko gerðu það að verkum að Úlfarnir spila meðal þeirra bestu að ári líkt og Blackburn. Að lokum vann Wigan 1-0 útisigur á Stoke og tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni þar sem þeir hafa spilað síðan 2005. Úrslit og markaskorarar úr öllum leikjum má sjá hér að neðan. Úrslitin í lokaumferð enska boltansManchester Utd - Blackpool 4-2 1-0 Ji Sung Park (21.) 1-1 Charlie Adam (40.) 1-2 Gavin Taylor-Fletcher (47.) 2-2 Anderson (63.) 3-2 Ian Evatt sjálfsmark (74.) 4-2 Michael Owen (81.)Aston Villa-Liverpool 1-0 1-0 Stewart Downing (33.)Bolton-Man. City 0-2 0-1 Jolean Lescott (43.) 0-2 Edin Dzeko (62.)Everton-Chelsea 1-0 1-0 Jermaine BeckfordFulham-Arsenal 2-2 1-0 Steve Sidwell (26.) 1-1 Robin Van Persie (31.) 2-1 Bobby Zamora (57.) 2-2 Theo Walcott (89.)Newcastle-WBA 3-3 1-0 Steven Taylor (16.) 2-0 Peter Lövenkrands (43.) 3-0 Jonas Olsson sjálfsmark (47.) 3-1 Soman Tchoyi (62.) 3-2 Soman Tchoyi (72.) 3-3 Soman Tchoyi (89.)Stoke-Wigan 0-1 0-1 Hugo RodalleicaTottenham-Birmingham 2-1 1-0 Roman Pavlyuchenko (49.) 1-1 Craig Garnder (79.) 2-1 Roman Pavlyuchenko (90+.)West Ham-Sunderland 0-3 0-1 boudewijn Zenden (17.) 0-2 Stephane Sessegnon (51.) 0-3 Cristian Riveros (94.)Wolves-Blackburn 2-3 0-1 Jason Roberts (22.) 0-2 Brett Emerton (38.) 0-3 David Hoilett (45+) 1-3 Jamie O'Hara (73.) 2-3 Stephen Hunt (87.)
Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira