Íslenski boltinn

Eyjamenn höfðu ekki unnið tvo fyrstu útileiki sína í fimmtán ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tonny Mawejje í sigurleiknum á móti Val.
Tonny Mawejje í sigurleiknum á móti Val. Mynd/Anton
ÍBV varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að vinna Keflavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar þegar Eyjamenn fóru til Keflavíkur og unnu 2-0 sigur. Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson skoruðu mörkin á fyrstu tíu mínútunum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem Eyjaliðið vinnur tvo fyrstu útileiki sína í úrvalsdeildinni.

Eyjamenn unnu síðast fyrstu tvo útileiki sína fyrir fimmtán árum. ÍBV vann þá 3-2 sigur á Breiðabliki í Kópavogi í 3. umferð (fyrstu tveir leikirnir í Eyjum) og vann svo 4-1 sigur á Leiftri á Ólafsfirði í öðrum útileik sínum. Tryggvi Guðmundsson var með þrjú mörk og eina stoðsendingu í þessum tveimur leikjum.

Það er ekki nóg með að Eyjamenn hafi ekki náð að vinna tvo fyrstu útileiki sína í fimmtán ár þá höfðu þeir aðeins fengið tvö stig úr átta leikjum í fyrstu tveimur útileikjum sínum frá 2005 til 2009. Þetta er því mikil breyting á gengi liðsins upp á landi.

Úgandamaðurinn Abel Dhaira hefur líka haldið hreinu í báðum útileikjum ÍBV í sumar og er þetta í fyrsta sinn síðan að deildin innihélt fyrst tíu lið (1977) þar sem ÍBV fær ekki á sig mark í fyrstu tveimur útileikjunum.

Fyrstu tveir útileikir Eyjamanna(aðeins leikir í úrvalsdeild karla)

2011

Leikir 2

Sigrar 2

Töp 0

Markatala: 3-0

Stig 6

2005-2009*

Leikir 8

Sigrar 0

Jafntefli 2

Töp 6

Markatala: 2-18

Stig 2

* ÍBV var í B-deildinni 2007-2008

Stig Eyjamanna út úr fyrstu tveimur útileikjum sínum frá 19962011 6 stig (Markatala: 3-0)

2010 1 stig (1-3)

2009 0 stig (0-5)

2006 1 stig (1-4)

2005 0 stig (0-6)

2004 4 stig (2-1)

2003 3 stig (3-4)

2002 4 stig (3-2)

2001 3 stig (1-1)

2000 2 stig (1-1)

1999 1 stig (0-1)

1998 4 stig (6-3)

1997 4 stig (3-1)

1996 6 stig (7-3)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×