Enski boltinn

Tveir liðsfélagar Eiðs Smára valdir í enska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bobby Zamora og Eiður Smári Guðjohnsen í leik á móti Bolton.
Bobby Zamora og Eiður Smári Guðjohnsen í leik á móti Bolton. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabio Capello valdi í dag 26 manna hóp fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. Wayne Rooney er í leikbanni í leiknum og Bobby Zamora kemur inn í liðið á nýjan leik en hann fótbrotnaði í ágúst.

Zamora er annar af tveimur liðsfélögum Eiðs Smára Guðjohnsen sem eru í hópnum en hinn er markvörðurinn David Stockdale.

Leikmennirnir koma frá tólf liðum, flestir frá Manchester City eða fimm. Þrjú lið eiga þrjá menn í hópnum; Arsenal, Chelsea og Tottenham.

Aðeins tveir spila með nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester United, þeir Rio Ferdinand og Michael Carrick. Ferdinand er í fyrsta sinn í hópnum í meira en ár eða síðan að hann meiddist rétt fyrir HM í Suður-Afríku.

Landsliðshópur Englendinga: Markverðir

Joe Hart (Manchester City),

Scott Carson (West Bromwich Albion),

David Stockdale (Fulham)

Varnarmenn

Leighton Baines (Everton),

Gary Cahill (Bolton Wanderers),

Ashley Cole (Chelsea),

Rio Ferdinand (Manchester United),

Phil Jagielka (Everton),

Glen Johnson (Liverpool),

Joleon Lescott (Manchester City),

John Terry (Chelsea),

Kyle Walker (Tottenham Hotspur)

Miðjumenn

Gareth Barry (Manchester City),

Michael Carrick (Manchester United),

Stewart Downing (Aston Villa),

Adam Johnson (Manchester City),

Frank Lampard (Chelsea),

James Milner (Manchester City),

Scott Parker (West Ham United),

Theo Walcott (Arsenal),

Jack Wilshere (Arsenal),

Ashley Young (Aston Villa)

Sóknarmenn

Darren Bent (Aston Villa),

Peter Crouch (Tottenham Hotspur),

Jermain Defoe (Tottenham Hotspur),

Bobby Zamora (Fulham)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×