Íslenski boltinn

Ólafur: Vorum sjálfum okkur verstir

Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hélt leikmönnum sínum lengi inn í klefa áður en hann kom fram að ræða við fjölmiðlamenn. Hann vildi þó ekki viðurkenna að hafa verið að lesa sínum mönnum pistilinn.

"Við mættum spræku liði Völsungs sem spilaði virkilega vel en við vorum ekki nógu skarpir. Við erum komnir áfram og um það snýst þetta," sagði Ólafur.

"Vanmat og ekki vanmat. Það er erfitt að segja. Eftir fyrri hálfleikinn þá var alveg ljóst að það þyrfti ekki að vanmeta þetta Völsungslið. Þetta er fínt lið sem getur spilað fótbolta. Það var samt einhver værukærð sem gerði það að verkum að við vorum sjálfum okkur verstir. Þeir nýttu sér það skemmtilega vel."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×