Íslenski boltinn

Heimir: Sýndum karakter sem hefur vantað

Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar
„Þetta var ekki auðveldur sigur, en við vorum að spila á móti virkilega öflugu Fylkisliði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld.

„Við lentum í miklum vandræðum í fyrri hálfleik með föst leikatriði en sýndum karakter, jöfnuðum og síðan var þetta aldrei spurning í framlengingunni“.

„Eftir leikinn í kvöld þá höfum við eitthvað í höndunum til að byggja á og það mun nýttast okkur vel upp á framhaldið að gera“.

„Þegar menn eru tilbúnir að berjast og leggja sig fram þá nær FH oftast góðum úrslitum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×