Umfjöllun: Grétar tryggði Keflavík stig gegn FH Ari Erlingsson í Keflavík skrifar 11. maí 2011 14:31 Mynd/Anton Leikur Keflavíkur og FH í 3. umferð Pepsídeildar karla lauk með hádramatískum hætti. Fyrstu 80 mínútur leikins voru í rólegra laginu. Þá tók við stórskemmtileg atburðarrás. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr glæsilegri aukaspyrnu. Viktor Örn í liði FH fær að líta rauða spjaldið skömmu seinna og á lokaandartökum leiksins jafnar varamaðurinn Grétar Hjartarson metin í 1-1 sem voru lokatölur leikins. Keflvíkingar hafa því safnað saman 5 stigum í fyrstu 3 umferðunum á meðan Íslandsmeistaraefnin í FH sitja aðeins á eftir með 4 stig. Fyrri hálfleikur var eins og áður er lýst nokkuð rólegur. Miðjubaráttan var allsráðandi en þó fengu gestirnir ívið hættulegri færi. Ólafur Páll átti sendingu utan af kanti sem endaði ofan á þverslá Keflavíkur marksins auk þess sem Freyr Bjarnason átti skalla sem bjargað var á marklínu. Í síðari hálfleik mætti allt annað FH lið til leiks. Þeir tóku öll völd á miðjunni á meðan heimamenn lögðust aðeins aftar á völlinn. FH-ingar fengu þó nokkuð af færum og til að mynda klúðraði Atli Viðar Björnsson tveimur dauðafærum. Eftir 80 mínútna leik lét Keflavíkur vörnin loks undan. Matthías Vilhjálmsson fyriliði FH-inga skoraði þá úr aukaspyrnu með glæsilegum hætti. Staðan 0-1 og við það var sem Keflvíkinga tækju við sér. Willum setti reynsluboltann Grétar Ólaf Hjartarson inná á 83 mínútu og í kjölfarið jókst sóknarþungi heimamanna. Á 86 mínútu átti sér stað unmdeild atvik. Há sending kemur inn í teig og missir Gunnleifur boltann. Haraldur Guðmundsson nær að koma knettinum í netið en Valgeir Valgeirsson dómari dæmdi aukaspyrnu, taldi að brotið hefði verið á Gunnleifi. Í kjölfarið takast nokkir leikmenn úr báðum liðum á sem endar með því að Viktor Örn Guðmundsson fær sitt annað gul spjald og þar með það rauða. Keflvíkingar nýttu sér liðsmuninn og jafnaði Grétar Hjartarson leikinn eftir þvögu í teig FH-inga. Skömmu seinna flautar Valgeir dómari til loka leiks. Lokastaðan 1-1 í dramatískum leik. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt sér yfirburðina í seinni hálfleik. Keflvíkingar geta hinsvegar gengið sáttir frá borði því þeir voru undir í baráttunni lengst af en það er ekki spurt að því í fótbolta og refsuðu Keflvíkingar FH-ingum grimmilega. Keflavík – FH 1-1 Matthías Vilhjálmsson(80 mín) 0-1 Grétar Hjartason (91 mín) 1-1 Nettóvöllurinn. Áhorfendur: 1480 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 9–12 (5-x5) Varin skot: Ómar 4 – Gunnleifur 4 Hornspyrnur: 4–6 Aukaspyrnur fengnar: 15–11 Rangstöður: 3–2Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Einar Orri Einarsson 5 (83., Grétar Hjartarson -) Andri Steinn Birgisson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 4 (73., Magnús Þorsteinsson -) Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 4 (60., Arnór Ingvi Traustason 5)FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 Freyr Bjarnason 7 Pétur Viðarsson 6 Viktor Örn Guðmundsson 7 Björn Daníel Sverrisson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (73., Bjarki Gunnlaugsson -)Matthías Vilhjálmsson 8 maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 5 (91.,Gunnar Kristjánsson -) Atli Guðnason 4 (73., Hannes Sigurðsson -) Atli Viðar Björnsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Leikur Keflavíkur og FH í 3. umferð Pepsídeildar karla lauk með hádramatískum hætti. Fyrstu 80 mínútur leikins voru í rólegra laginu. Þá tók við stórskemmtileg atburðarrás. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr glæsilegri aukaspyrnu. Viktor Örn í liði FH fær að líta rauða spjaldið skömmu seinna og á lokaandartökum leiksins jafnar varamaðurinn Grétar Hjartarson metin í 1-1 sem voru lokatölur leikins. Keflvíkingar hafa því safnað saman 5 stigum í fyrstu 3 umferðunum á meðan Íslandsmeistaraefnin í FH sitja aðeins á eftir með 4 stig. Fyrri hálfleikur var eins og áður er lýst nokkuð rólegur. Miðjubaráttan var allsráðandi en þó fengu gestirnir ívið hættulegri færi. Ólafur Páll átti sendingu utan af kanti sem endaði ofan á þverslá Keflavíkur marksins auk þess sem Freyr Bjarnason átti skalla sem bjargað var á marklínu. Í síðari hálfleik mætti allt annað FH lið til leiks. Þeir tóku öll völd á miðjunni á meðan heimamenn lögðust aðeins aftar á völlinn. FH-ingar fengu þó nokkuð af færum og til að mynda klúðraði Atli Viðar Björnsson tveimur dauðafærum. Eftir 80 mínútna leik lét Keflavíkur vörnin loks undan. Matthías Vilhjálmsson fyriliði FH-inga skoraði þá úr aukaspyrnu með glæsilegum hætti. Staðan 0-1 og við það var sem Keflvíkinga tækju við sér. Willum setti reynsluboltann Grétar Ólaf Hjartarson inná á 83 mínútu og í kjölfarið jókst sóknarþungi heimamanna. Á 86 mínútu átti sér stað unmdeild atvik. Há sending kemur inn í teig og missir Gunnleifur boltann. Haraldur Guðmundsson nær að koma knettinum í netið en Valgeir Valgeirsson dómari dæmdi aukaspyrnu, taldi að brotið hefði verið á Gunnleifi. Í kjölfarið takast nokkir leikmenn úr báðum liðum á sem endar með því að Viktor Örn Guðmundsson fær sitt annað gul spjald og þar með það rauða. Keflvíkingar nýttu sér liðsmuninn og jafnaði Grétar Hjartarson leikinn eftir þvögu í teig FH-inga. Skömmu seinna flautar Valgeir dómari til loka leiks. Lokastaðan 1-1 í dramatískum leik. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt sér yfirburðina í seinni hálfleik. Keflvíkingar geta hinsvegar gengið sáttir frá borði því þeir voru undir í baráttunni lengst af en það er ekki spurt að því í fótbolta og refsuðu Keflvíkingar FH-ingum grimmilega. Keflavík – FH 1-1 Matthías Vilhjálmsson(80 mín) 0-1 Grétar Hjartason (91 mín) 1-1 Nettóvöllurinn. Áhorfendur: 1480 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 9–12 (5-x5) Varin skot: Ómar 4 – Gunnleifur 4 Hornspyrnur: 4–6 Aukaspyrnur fengnar: 15–11 Rangstöður: 3–2Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Einar Orri Einarsson 5 (83., Grétar Hjartarson -) Andri Steinn Birgisson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 4 (73., Magnús Þorsteinsson -) Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 4 (60., Arnór Ingvi Traustason 5)FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 Freyr Bjarnason 7 Pétur Viðarsson 6 Viktor Örn Guðmundsson 7 Björn Daníel Sverrisson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (73., Bjarki Gunnlaugsson -)Matthías Vilhjálmsson 8 maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 5 (91.,Gunnar Kristjánsson -) Atli Guðnason 4 (73., Hannes Sigurðsson -) Atli Viðar Björnsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira