Íslenski boltinn

Björn Daníel: Mætum til leiks eins og aumingjar

Henry Birgir Gunnarsson á Kaplakrikavelli skrifar
FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson var að vonum svekktur eftir leikinn gegn Víking í kvöld enda gátu FH-ingar lítið í leiknum og máttu þakka fyrir stigið.

"Við mættum til leiks eins og algjörir aumingjar. Fáum mark úr föstu leikatriði og vinnum enga bolta. Hægt tempó og skítlélegt," sagði Björn.

"Það er eins og það hafi verið vanmat hjá okkur. Þetta var skítlélegt. Það er bara þannig.

"Það jákvæða er að það sé gott að Hannes sé farinn að skora. Þetta var samt bara lélegt hjá okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×