Umfjöllun: Gömlu refirnir kláruðu Þórsara Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar 3. maí 2011 17:39 Björgólfur Takefusa var á skotskónum í kvöld. Mynd/Valli Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum. Helgi Sigurðsson og Björgólfur Takefusa sýndu það að markheppni þeirra er dýrmætur eiginleiki fyrir lið Víkings. Páll Viðar Gíslason stillti upp í leikkerfið 5-3-2 með vængbakverði sem breyttist þá í 3-5-2 þegar þeir sóttu. Það var því ekki að sjá að nýliðarnir frá Akureyri væru þjakaðir af byrjendahroll því þeir virtust mun líklegri til að skora fyrstu 20-25 mínúturnar. Það var því sem blaut tuska framan í Þórsara þegar „hákarlinn“ Helgi Sigurðsson skoraði á 29. mínútu. Helgi var fyrstur að átta sig þegar boltinn barst inn í teig Þórsara og smellti boltanum af stuttu færi í markhornið fram hjá Rajkovic í markinu. Víkingar hresstust til muna við mark Helga og það var greinlegt að það að lenda undir hafði raskað leik Þórsara. Staðan 1-0 í hálfleik í jöfnum en fremur tilþrifalitlum leik. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Bæði lið sóttu til skiptis en einhvern slagkraft vantað í bæði lið fram á við. Það var ekki fyrr en á 69. mínútu þegar Andri Marteinsson skipti Björgólfi Takefusa inn á sem aukið líf færðist í leikinn. Þegar leikklukkan sýndi 84 mínútur skeiðaði Hörður Bjarnason upp vinstri kantinn, sendi langa sendingu inn í alveg yfir á hinn kantinn þar sem Denis Abdulahi sendi boltann á lofti inn í teig. Þar var auðvitað mættur Björgólfur Takefusa tilbúinn að stanga boltann í netið. Þórsarar gerðu sitt besta til að jafna leikinn og koms Jóhann Helgi Hannesson næst því þegar hann átti skot ofan á þverslá Víkingsmarksins. Skömmu seinna flautaði Valgeir Valgeirsson dómari leiksins til loka leiks. Lokatölur 2-0 fyrir Víkinga í nýliðaslagnum gegn Þór. Jafn leikur sem hefði getað farið hvernig sem er en það má kannski segja að Víkingar hafi haft það sem Þórsara vantaði - nefnilega framherja sem gera út um jafna leiki sem þessa. Það var þó margt jákvætt í Þórsliðinu og var baráttan til dæmist til fyrirmyndar. Eins er vert að minnast á stuðningsmannasveit þeirra sem gjörsamlega kaffærði stuðningsmenn Víkings í stúkunni.Víkingur– Þór 2-0Skot (á mark): 11–6 (6-3)Varin skot: Magnús 3 – Srdjan 4Hornspyrnur: 8–3Aukaspyrnur fengnar: 14–13Rangstöður: 4–1Dómari: Valgeir Valgeirsson (5)Víkingur (4-5-1): Magnús Þormar 6 Hörður Sigurjón Bjarnason 6 Egill Atlason 6 Mark Richard Rutgers 6 Walter Hjaltested 5 Denis Abdulahi 5 Halldór Smári Sigurðsson 6 Sigurður Egill Lárusson 4 (69. Björgólfur Takefusa 7) Baldur Ingimar Aðalsteinsson 4 (56. Kjartan Dige Baldurssson 4) Pétur Georg Markan 3 (82. Gunnar Helgi Steindórsson -) Helgi Sigurðsson 7 - maður leiksinsÞór (5-3-2): Srdjan Rajkovik 6 Gísli Páll Helgason 6 Þorsteinn Ingason 5 Atli Jens Albertsson 6 Janez Vrenko 4 Ingi Freyr Hilmarsson 4 (63. Ármann Pétur Ævarsson 4) Sigurður Marínó Kristjánsson 5 (63. Aleksander Linta 5) Gunnar Már Guðmundsson 5 Atli Sigurjónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 6 Sveinn Elías Jónsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum. Helgi Sigurðsson og Björgólfur Takefusa sýndu það að markheppni þeirra er dýrmætur eiginleiki fyrir lið Víkings. Páll Viðar Gíslason stillti upp í leikkerfið 5-3-2 með vængbakverði sem breyttist þá í 3-5-2 þegar þeir sóttu. Það var því ekki að sjá að nýliðarnir frá Akureyri væru þjakaðir af byrjendahroll því þeir virtust mun líklegri til að skora fyrstu 20-25 mínúturnar. Það var því sem blaut tuska framan í Þórsara þegar „hákarlinn“ Helgi Sigurðsson skoraði á 29. mínútu. Helgi var fyrstur að átta sig þegar boltinn barst inn í teig Þórsara og smellti boltanum af stuttu færi í markhornið fram hjá Rajkovic í markinu. Víkingar hresstust til muna við mark Helga og það var greinlegt að það að lenda undir hafði raskað leik Þórsara. Staðan 1-0 í hálfleik í jöfnum en fremur tilþrifalitlum leik. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Bæði lið sóttu til skiptis en einhvern slagkraft vantað í bæði lið fram á við. Það var ekki fyrr en á 69. mínútu þegar Andri Marteinsson skipti Björgólfi Takefusa inn á sem aukið líf færðist í leikinn. Þegar leikklukkan sýndi 84 mínútur skeiðaði Hörður Bjarnason upp vinstri kantinn, sendi langa sendingu inn í alveg yfir á hinn kantinn þar sem Denis Abdulahi sendi boltann á lofti inn í teig. Þar var auðvitað mættur Björgólfur Takefusa tilbúinn að stanga boltann í netið. Þórsarar gerðu sitt besta til að jafna leikinn og koms Jóhann Helgi Hannesson næst því þegar hann átti skot ofan á þverslá Víkingsmarksins. Skömmu seinna flautaði Valgeir Valgeirsson dómari leiksins til loka leiks. Lokatölur 2-0 fyrir Víkinga í nýliðaslagnum gegn Þór. Jafn leikur sem hefði getað farið hvernig sem er en það má kannski segja að Víkingar hafi haft það sem Þórsara vantaði - nefnilega framherja sem gera út um jafna leiki sem þessa. Það var þó margt jákvætt í Þórsliðinu og var baráttan til dæmist til fyrirmyndar. Eins er vert að minnast á stuðningsmannasveit þeirra sem gjörsamlega kaffærði stuðningsmenn Víkings í stúkunni.Víkingur– Þór 2-0Skot (á mark): 11–6 (6-3)Varin skot: Magnús 3 – Srdjan 4Hornspyrnur: 8–3Aukaspyrnur fengnar: 14–13Rangstöður: 4–1Dómari: Valgeir Valgeirsson (5)Víkingur (4-5-1): Magnús Þormar 6 Hörður Sigurjón Bjarnason 6 Egill Atlason 6 Mark Richard Rutgers 6 Walter Hjaltested 5 Denis Abdulahi 5 Halldór Smári Sigurðsson 6 Sigurður Egill Lárusson 4 (69. Björgólfur Takefusa 7) Baldur Ingimar Aðalsteinsson 4 (56. Kjartan Dige Baldurssson 4) Pétur Georg Markan 3 (82. Gunnar Helgi Steindórsson -) Helgi Sigurðsson 7 - maður leiksinsÞór (5-3-2): Srdjan Rajkovik 6 Gísli Páll Helgason 6 Þorsteinn Ingason 5 Atli Jens Albertsson 6 Janez Vrenko 4 Ingi Freyr Hilmarsson 4 (63. Ármann Pétur Ævarsson 4) Sigurður Marínó Kristjánsson 5 (63. Aleksander Linta 5) Gunnar Már Guðmundsson 5 Atli Sigurjónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 6 Sveinn Elías Jónsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira