Umfjöllun: Gömlu refirnir kláruðu Þórsara Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar 3. maí 2011 17:39 Björgólfur Takefusa var á skotskónum í kvöld. Mynd/Valli Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum. Helgi Sigurðsson og Björgólfur Takefusa sýndu það að markheppni þeirra er dýrmætur eiginleiki fyrir lið Víkings. Páll Viðar Gíslason stillti upp í leikkerfið 5-3-2 með vængbakverði sem breyttist þá í 3-5-2 þegar þeir sóttu. Það var því ekki að sjá að nýliðarnir frá Akureyri væru þjakaðir af byrjendahroll því þeir virtust mun líklegri til að skora fyrstu 20-25 mínúturnar. Það var því sem blaut tuska framan í Þórsara þegar „hákarlinn“ Helgi Sigurðsson skoraði á 29. mínútu. Helgi var fyrstur að átta sig þegar boltinn barst inn í teig Þórsara og smellti boltanum af stuttu færi í markhornið fram hjá Rajkovic í markinu. Víkingar hresstust til muna við mark Helga og það var greinlegt að það að lenda undir hafði raskað leik Þórsara. Staðan 1-0 í hálfleik í jöfnum en fremur tilþrifalitlum leik. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Bæði lið sóttu til skiptis en einhvern slagkraft vantað í bæði lið fram á við. Það var ekki fyrr en á 69. mínútu þegar Andri Marteinsson skipti Björgólfi Takefusa inn á sem aukið líf færðist í leikinn. Þegar leikklukkan sýndi 84 mínútur skeiðaði Hörður Bjarnason upp vinstri kantinn, sendi langa sendingu inn í alveg yfir á hinn kantinn þar sem Denis Abdulahi sendi boltann á lofti inn í teig. Þar var auðvitað mættur Björgólfur Takefusa tilbúinn að stanga boltann í netið. Þórsarar gerðu sitt besta til að jafna leikinn og koms Jóhann Helgi Hannesson næst því þegar hann átti skot ofan á þverslá Víkingsmarksins. Skömmu seinna flautaði Valgeir Valgeirsson dómari leiksins til loka leiks. Lokatölur 2-0 fyrir Víkinga í nýliðaslagnum gegn Þór. Jafn leikur sem hefði getað farið hvernig sem er en það má kannski segja að Víkingar hafi haft það sem Þórsara vantaði - nefnilega framherja sem gera út um jafna leiki sem þessa. Það var þó margt jákvætt í Þórsliðinu og var baráttan til dæmist til fyrirmyndar. Eins er vert að minnast á stuðningsmannasveit þeirra sem gjörsamlega kaffærði stuðningsmenn Víkings í stúkunni.Víkingur– Þór 2-0Skot (á mark): 11–6 (6-3)Varin skot: Magnús 3 – Srdjan 4Hornspyrnur: 8–3Aukaspyrnur fengnar: 14–13Rangstöður: 4–1Dómari: Valgeir Valgeirsson (5)Víkingur (4-5-1): Magnús Þormar 6 Hörður Sigurjón Bjarnason 6 Egill Atlason 6 Mark Richard Rutgers 6 Walter Hjaltested 5 Denis Abdulahi 5 Halldór Smári Sigurðsson 6 Sigurður Egill Lárusson 4 (69. Björgólfur Takefusa 7) Baldur Ingimar Aðalsteinsson 4 (56. Kjartan Dige Baldurssson 4) Pétur Georg Markan 3 (82. Gunnar Helgi Steindórsson -) Helgi Sigurðsson 7 - maður leiksinsÞór (5-3-2): Srdjan Rajkovik 6 Gísli Páll Helgason 6 Þorsteinn Ingason 5 Atli Jens Albertsson 6 Janez Vrenko 4 Ingi Freyr Hilmarsson 4 (63. Ármann Pétur Ævarsson 4) Sigurður Marínó Kristjánsson 5 (63. Aleksander Linta 5) Gunnar Már Guðmundsson 5 Atli Sigurjónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 6 Sveinn Elías Jónsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum. Helgi Sigurðsson og Björgólfur Takefusa sýndu það að markheppni þeirra er dýrmætur eiginleiki fyrir lið Víkings. Páll Viðar Gíslason stillti upp í leikkerfið 5-3-2 með vængbakverði sem breyttist þá í 3-5-2 þegar þeir sóttu. Það var því ekki að sjá að nýliðarnir frá Akureyri væru þjakaðir af byrjendahroll því þeir virtust mun líklegri til að skora fyrstu 20-25 mínúturnar. Það var því sem blaut tuska framan í Þórsara þegar „hákarlinn“ Helgi Sigurðsson skoraði á 29. mínútu. Helgi var fyrstur að átta sig þegar boltinn barst inn í teig Þórsara og smellti boltanum af stuttu færi í markhornið fram hjá Rajkovic í markinu. Víkingar hresstust til muna við mark Helga og það var greinlegt að það að lenda undir hafði raskað leik Þórsara. Staðan 1-0 í hálfleik í jöfnum en fremur tilþrifalitlum leik. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Bæði lið sóttu til skiptis en einhvern slagkraft vantað í bæði lið fram á við. Það var ekki fyrr en á 69. mínútu þegar Andri Marteinsson skipti Björgólfi Takefusa inn á sem aukið líf færðist í leikinn. Þegar leikklukkan sýndi 84 mínútur skeiðaði Hörður Bjarnason upp vinstri kantinn, sendi langa sendingu inn í alveg yfir á hinn kantinn þar sem Denis Abdulahi sendi boltann á lofti inn í teig. Þar var auðvitað mættur Björgólfur Takefusa tilbúinn að stanga boltann í netið. Þórsarar gerðu sitt besta til að jafna leikinn og koms Jóhann Helgi Hannesson næst því þegar hann átti skot ofan á þverslá Víkingsmarksins. Skömmu seinna flautaði Valgeir Valgeirsson dómari leiksins til loka leiks. Lokatölur 2-0 fyrir Víkinga í nýliðaslagnum gegn Þór. Jafn leikur sem hefði getað farið hvernig sem er en það má kannski segja að Víkingar hafi haft það sem Þórsara vantaði - nefnilega framherja sem gera út um jafna leiki sem þessa. Það var þó margt jákvætt í Þórsliðinu og var baráttan til dæmist til fyrirmyndar. Eins er vert að minnast á stuðningsmannasveit þeirra sem gjörsamlega kaffærði stuðningsmenn Víkings í stúkunni.Víkingur– Þór 2-0Skot (á mark): 11–6 (6-3)Varin skot: Magnús 3 – Srdjan 4Hornspyrnur: 8–3Aukaspyrnur fengnar: 14–13Rangstöður: 4–1Dómari: Valgeir Valgeirsson (5)Víkingur (4-5-1): Magnús Þormar 6 Hörður Sigurjón Bjarnason 6 Egill Atlason 6 Mark Richard Rutgers 6 Walter Hjaltested 5 Denis Abdulahi 5 Halldór Smári Sigurðsson 6 Sigurður Egill Lárusson 4 (69. Björgólfur Takefusa 7) Baldur Ingimar Aðalsteinsson 4 (56. Kjartan Dige Baldurssson 4) Pétur Georg Markan 3 (82. Gunnar Helgi Steindórsson -) Helgi Sigurðsson 7 - maður leiksinsÞór (5-3-2): Srdjan Rajkovik 6 Gísli Páll Helgason 6 Þorsteinn Ingason 5 Atli Jens Albertsson 6 Janez Vrenko 4 Ingi Freyr Hilmarsson 4 (63. Ármann Pétur Ævarsson 4) Sigurður Marínó Kristjánsson 5 (63. Aleksander Linta 5) Gunnar Már Guðmundsson 5 Atli Sigurjónsson 6 Jóhann Helgi Hannesson 6 Sveinn Elías Jónsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira