Umfjöllun: Valsmenn einir á toppnum eftir sigur í Grindavík Ari Erlingsson skrifar 8. maí 2011 18:15 Grindvíkingar tóku á móti Valsmönnum í annarri umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Bæði lið höfðu unnið góða sigra í fyrstu umferð og því var búist við jöfnum baráttuleik í Grindavík. Valsmenn kunnu greinilega betur við sig í rokinu í Grindavík og knúðu fram 2-0 sigur þar sem bæði mörk leiksins komu með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og fyrstu 10-15 mínúturnar voru þeir til alls líklegir. Hinsvegar voru það Valsmenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar á ferð Arnar Sveinn Geirsson með laglegri afgreiðslu eftir að hann slapp einn inn fyrir vörn Grindavíkur. Það sem eftir lifði seinni hálfleiks réðu Valsmenn gangi leiksins og nýttu þeir sér það óspart að vera með vindinn í bakið. Skutu ótt og títt af löngu færi en Jack Giddens ungur markvörður heimamanna var á tánum í markinu. Hann réð þó ekki við þrumufleyg Guðjóns Péturs Lýðssonar á 29 mínútu. Guðjón smellhitti boltann í bláhornið frá vítateigslínu eftir að hann hafði tekið frákast af sínu eigin skoti. Glæsilegt mark hjá Guðjóni. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og var sem Grindvíkingar væri búnir að sætta sig við tap. Þeir voru undir í baráttunni á miðjunni og lítill broddur var í sókninni og reyndi lítið sem ekkert á Harald í marki Valsmanna Það var greinilegt að mótlætið fór í taugarnar á Grindvíkingum og eyddu þeir töluverðu púðri í það að hnýta i dómarann og fengu Grindvíkingar að lokum eitt rautt spjald þegar Óli Baldur Bjarnason framkvæmdi háskalega tæklingu á miðjum vellinum. Þeir rauðkæddu fóru sér aðeins hægar í seinni hálfleik en hefðu þó með smá heppni getað skorað þriðja markið. Christian Mouritsen Færeyingurinn knái átti til að mynda dauðafæri undir lok leiksins en skot hans fór yfir. Lokastaðan 0-2 fyrir Valsmenn. Sanngjarn sigur Valsmanna í rokleik þar sem barátta og dugnaður Valsmanna skilaði stigunum í hús. Það er greinilegt allt annað yfirbragði yfir Valsliðinu í sumar en undanfarin ár. Guðjón Lýðsson hefur komið gríðarlega sterkur inn á miðjuna sem og Færeyingarnir þrír. Þá hefur Kristján þjálfari eflaust fengið strákana sína til að trúa á sjálfa sig því þeir spiluðu fullir sjálfstrausts í kvöld. Það sama er kannski ekki hægt að segja um Grindvíkinga. Einhvern slagkraft vantaði í þá fram á við og það var eins og þeir væru á eftir í alla bolta á miðjunni. Það er því ærið verk fyrir Ólaf þjálfara að blása líf í leik sinna manna fyrir næsta leik á miðvikudaginn. Grindavík– Valur 0-2 - tölfræðin 0-1 Arnar Sveinn Geirsson (19.) 0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (29.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1013 Dómari: Magnús Þórisson (7) Skot (á mark): 8–12 (2-6) Varin skot: Jack 4 – Haraldur 2 Hornspyrnur: 5–6 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 1–1Grindavík (4-5-1): Jack Giddens 6 Alexander Magnússon 5 (71., Robbie Winters 5) Ólafur Örn Bjarnason 5 Jamie Patrick McCunnie4 Bogi Rafn Einarsson 4 Jóhann Helgason 6 Yacine Si Salem 4 (62., Magnús Björgvinsson 5) Orri Freyr Hjaltalín 6 Ian Paul Mcshane 7 Scott Mckenna Ramsay 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Michael Pospisis 3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson 6 Jónas Tór Næs 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Halldór Kristinn Halldórsson 7 Pól Jóhannus Justinussen 7 Arnar Sveinn Geirsson 6 (75., Rúnar Már Sigurjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6Guðjón Pétur Lýðsson 8 - maður leiksins - Matthías Guðmundsson 6 (79., Jón Vilhelm Ákason -) Christian R. Mouritsen 8 (87., Sigurbjörn Hreiðarsson -) Hörður Sveinsson 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi gegn KR Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Grindvíkingar tóku á móti Valsmönnum í annarri umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Bæði lið höfðu unnið góða sigra í fyrstu umferð og því var búist við jöfnum baráttuleik í Grindavík. Valsmenn kunnu greinilega betur við sig í rokinu í Grindavík og knúðu fram 2-0 sigur þar sem bæði mörk leiksins komu með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og fyrstu 10-15 mínúturnar voru þeir til alls líklegir. Hinsvegar voru það Valsmenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar á ferð Arnar Sveinn Geirsson með laglegri afgreiðslu eftir að hann slapp einn inn fyrir vörn Grindavíkur. Það sem eftir lifði seinni hálfleiks réðu Valsmenn gangi leiksins og nýttu þeir sér það óspart að vera með vindinn í bakið. Skutu ótt og títt af löngu færi en Jack Giddens ungur markvörður heimamanna var á tánum í markinu. Hann réð þó ekki við þrumufleyg Guðjóns Péturs Lýðssonar á 29 mínútu. Guðjón smellhitti boltann í bláhornið frá vítateigslínu eftir að hann hafði tekið frákast af sínu eigin skoti. Glæsilegt mark hjá Guðjóni. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og var sem Grindvíkingar væri búnir að sætta sig við tap. Þeir voru undir í baráttunni á miðjunni og lítill broddur var í sókninni og reyndi lítið sem ekkert á Harald í marki Valsmanna Það var greinilegt að mótlætið fór í taugarnar á Grindvíkingum og eyddu þeir töluverðu púðri í það að hnýta i dómarann og fengu Grindvíkingar að lokum eitt rautt spjald þegar Óli Baldur Bjarnason framkvæmdi háskalega tæklingu á miðjum vellinum. Þeir rauðkæddu fóru sér aðeins hægar í seinni hálfleik en hefðu þó með smá heppni getað skorað þriðja markið. Christian Mouritsen Færeyingurinn knái átti til að mynda dauðafæri undir lok leiksins en skot hans fór yfir. Lokastaðan 0-2 fyrir Valsmenn. Sanngjarn sigur Valsmanna í rokleik þar sem barátta og dugnaður Valsmanna skilaði stigunum í hús. Það er greinilegt allt annað yfirbragði yfir Valsliðinu í sumar en undanfarin ár. Guðjón Lýðsson hefur komið gríðarlega sterkur inn á miðjuna sem og Færeyingarnir þrír. Þá hefur Kristján þjálfari eflaust fengið strákana sína til að trúa á sjálfa sig því þeir spiluðu fullir sjálfstrausts í kvöld. Það sama er kannski ekki hægt að segja um Grindvíkinga. Einhvern slagkraft vantaði í þá fram á við og það var eins og þeir væru á eftir í alla bolta á miðjunni. Það er því ærið verk fyrir Ólaf þjálfara að blása líf í leik sinna manna fyrir næsta leik á miðvikudaginn. Grindavík– Valur 0-2 - tölfræðin 0-1 Arnar Sveinn Geirsson (19.) 0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (29.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1013 Dómari: Magnús Þórisson (7) Skot (á mark): 8–12 (2-6) Varin skot: Jack 4 – Haraldur 2 Hornspyrnur: 5–6 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 1–1Grindavík (4-5-1): Jack Giddens 6 Alexander Magnússon 5 (71., Robbie Winters 5) Ólafur Örn Bjarnason 5 Jamie Patrick McCunnie4 Bogi Rafn Einarsson 4 Jóhann Helgason 6 Yacine Si Salem 4 (62., Magnús Björgvinsson 5) Orri Freyr Hjaltalín 6 Ian Paul Mcshane 7 Scott Mckenna Ramsay 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Michael Pospisis 3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson 6 Jónas Tór Næs 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Halldór Kristinn Halldórsson 7 Pól Jóhannus Justinussen 7 Arnar Sveinn Geirsson 6 (75., Rúnar Már Sigurjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6Guðjón Pétur Lýðsson 8 - maður leiksins - Matthías Guðmundsson 6 (79., Jón Vilhelm Ákason -) Christian R. Mouritsen 8 (87., Sigurbjörn Hreiðarsson -) Hörður Sveinsson 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi gegn KR Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn