Íslenski boltinn

Atli Viðar: Vildum kvitta fyrir síðasta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
FH vann góðan 4-1 sigur á Breiðabliki á heimavelli í kvöld þar sem að Atli Viðar Björnsson skoraði eitt mark sinna manna.

„Þetta var fínn leikur hjá okkur og góð þrjú stig á heimavelli," sagði Atli Viðar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Það var fyrst og fremst vinnusemi sem skóp þennan sigur. Völlurinn er örlítið ósléttur þó svo að hann sé fallegur á að líta - enda eðlilegt að aðstæður séu ekki upp á tíu á þessum árstíma."

„En við vissum því að það þyrfti að mæta Blikum í baráttunni áður en við gætum byrjað að spila blússandi sóknarbolta. Við sýndum þolinmæði og vissum að við mörkin myndu koma í seinni hálfleik."

FH tapaði fyrir Val í fyrstu umferðinni en það var allt annað að sjá til FH-inga í kvöld.

„Það er viðbúið að leikir takast en við vorum ósáttir, ekki síst vegna frammistöðu okkar. Við vildum kvitta fyrir það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×