Enski boltinn

Stuðningsmenn ensku liðanna völdu Meireles leikmann ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul Meireles.
Raul Meireles. Mynd/Nordic Photos/Getty
Raul Meireles, miðjumaður Liverpool, var valinn besti leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af stuðningsmönnum liðanna í deildinni. Meðlimir leikmannasamtaka ensku deildarinnar tilnefna leikmenn til verðlaunanna en það eru síðan stuðninsmennirnir sem kjósa.

Samir Nasri hjá Arsenal, Dimitar Berbatov hjá Manchester United og David Luiz hjá Chelsea voru einnig tilnefndir til þessarra verðlauna í ár. Wayne Rooney fékk sömu verðlaun í fyrra en Steven Gerrard fékk þau þegar þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2001.

Meireles kom til Liverpool frá Porto í lok ágúst og það tók nokkurn tíma fyrir að komast inn í enska boltann. Hann hrökk hinsvegar í gang þegar Kenny Dalglish tók við stjórastöðunni af Roy Hodgson.

Meireles skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool á móti Everton í byrjun janúar og skoraði fimm mörk í næstu sex leikjum. Hann er 28 ára gamall miðjumaður sem hefur sýnt það á sínu fyrsta tímabili að hann getur skorað mörk af miðjunni.

„Raul hefur alltaf búið yfir hæfileikunum sem hann hefur sýnt upp á síðkastið. Hann er hinsvegar búinn að koma sér betur fyrir og það er frábært að sjá hann spila svona vel," sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.