Enski boltinn

Aron Einar lagði upp mark í jafntefli Coventry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry náðu aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Scunthorpe United í ensku b-deildinni í dag. Coventry er því áfram í 16. sæti deildarinnar.

Aron Einar lagði upp mark Coventry sem Marlon King skoraði strax á 5. mínútu en Ramón Núñez jafnaði leikinn á 38. mínútu. Aron lék allan leikinn.

Coventry var búið að vinna tvo síðustu leiki sína en liðið hefur nú leikið fimm leiki í röð án þess að tapa eftir að hafa fallið niður töfluna í upphafi ársins.

Scunthorpe situr sem áður í fallsæti þrátt fyrir að hafa náð í þetta stiga í dag en liðið er þremur stigum á eftir Crystal Palace sem situr í síðasta örugga sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×