Enski boltinn

Wenger: Getum vel orðið meistarar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger er stundum hress.
Wenger er stundum hress.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki misst trúna á því að hans lið geti orðið enskur meistari. Wenger segir að ef sitt lið vinni síðustu fimm leiki sína á tímabilinu verði það meistari.

"Ég efast ekkert um að við getum unnið alla þessa fimm leiki. Við erum stöðugir og ekki tapað í síðustu 16 leikjum. Trúin skiptir mestu hjá okkur og þá koma sigrarnir," sagði Wenger.

"Ef við vinnum þessa fimm leiki þá verðum við meistarar. Ég er sannfærður um það. Markmiðið er þó að vinna einn leik í einu og við erum að hugsa um leikinn á sunnudag núna. Það lið verður meistari sem hefur er sterkast andlega. Þar erum við mjög sterkir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×