Enski boltinn

Chelsea sigraði West-Ham - Torres komin á blað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í sex stig þegar þeir unnu West-Ham, 3-0, á Stamford Bridge í dag. Frank Lampard skoraði fyrsta mark leiksins en það var Fernando Torres sem kom Chelsea í 2-0 með sínu fyrsta marki fyrir félagið í 13 leikjum. Florent Malouda gulltryggði sigurinn í uppbótartíma.

Það var hellidemba í Lundúnum í dag og leikmenn áttu erfitt með að fóta sig. Fyrsta mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en þá klíndi Frank Lampard boltanum í netið af stuttu færi.

Leikmenn West-Ham óðu í færum í síðari hálfleik og það virtist henta þeim mun betur að spila í rigningunni. Þrátt fyrir það skoraði Chelsea annað mark leiksins og kláraði leikinn með stæl.

Fernando Torres var keyptur á 50 milljónir punda frá Liverpool í janúar og fram að leiknum í dag hafði leikmaðurinn ekki skorað eitt einasta mark fyrir klúbbinn.

Nicolas Anelka átti fína sending á Torres inn í teiginn þar sem hann tók laglegan snúning og þrumaði boltanum í markið.

Florent Malouda hamraði boltann í netið á 93.mínútu leiksins og gulltryggði sigur heimamanna.

Chelsea eru því enn í öðru sæti deildarinnar með 67 stig, sex stigum á eftir Manchester United.



Fylgst var með helstu atvikum leiksins hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×