Titilvonir Arsenal litlar eftir tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2011 14:52 Nordic Photos / Getty Images Arsenal tapaði í dag fyrir Bolton, 2-1, og á fyrir vikið litla sem enga möguleika á að vinna enska meistaratitilinn nú í vor. Arsenal hefur nú aðeins unnið einn leik í síðustu níu deildarleikjum sínum og aðeins fengið átta stig af 27 mögulegum síðan í byrjun mars. Liðið er nú átta stigum á eftir Manchester United á toppi deildarinnar og því hafa þessi töpuðu stig - nítján talsins - verið liðinu ansi dýrkeypt. Það var Ísraelsmaðurinn Tamir Cohen sem skoraði sigurmark Bolton í uppbótartíma leiksins. Hann skoraði með skalla af stuttu færi. Cohen lyfti þó upp treyju sinni og sýndi bol sem var með mynd af föður hans, Avi Cohen, sem lést í mótorhjólaslysi í lok síðasta árs. Þetta var augljóslega tilfinningarík stund fyrir Cohen og mátti sjá að hann felldi tár. Avi Cohen er vel þekktur í Bretlandi enda lék hann með bæði Liverpool og Rangers á sínum tíma. Liðsfélagar hans fögnuðu markinu hans vel og innilega en þeirra á meðal var Grétar Rafn Steinsson sem lék allan leikinn fyrir Bolton í dag. Daniel Sturridge kom Bolton yfir á 38. mínútu er hann skallaði í netið af stuttu færi. Sturridge fylgdi eftir skalla Gary Cahill sem var varinn á marklínu. Bolton fékk tækifæri til að komast í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks er Johan Djourou braut á Sturridge í vítateig Arsenal. Wojicech Szczesny varði þó arfaslaka spyrnu Kevin Davies af vítapunktinum. Aðeins mínútu síðar var Arsenal búið að jafna metin. Cesc Fabregas náði að stilla upp fyrir Robin van Persie sem skoraði með laglegu skoti af vítateigslínunni. Arsenal náði þó ekki að færa sér þennan meðbyr í nyt og tapaði svo leiknum í uppbótartíma, sem fyrr segir. Bolton er í áttunda sæti deildarinnar með 46 stig. Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Arsenal tapaði í dag fyrir Bolton, 2-1, og á fyrir vikið litla sem enga möguleika á að vinna enska meistaratitilinn nú í vor. Arsenal hefur nú aðeins unnið einn leik í síðustu níu deildarleikjum sínum og aðeins fengið átta stig af 27 mögulegum síðan í byrjun mars. Liðið er nú átta stigum á eftir Manchester United á toppi deildarinnar og því hafa þessi töpuðu stig - nítján talsins - verið liðinu ansi dýrkeypt. Það var Ísraelsmaðurinn Tamir Cohen sem skoraði sigurmark Bolton í uppbótartíma leiksins. Hann skoraði með skalla af stuttu færi. Cohen lyfti þó upp treyju sinni og sýndi bol sem var með mynd af föður hans, Avi Cohen, sem lést í mótorhjólaslysi í lok síðasta árs. Þetta var augljóslega tilfinningarík stund fyrir Cohen og mátti sjá að hann felldi tár. Avi Cohen er vel þekktur í Bretlandi enda lék hann með bæði Liverpool og Rangers á sínum tíma. Liðsfélagar hans fögnuðu markinu hans vel og innilega en þeirra á meðal var Grétar Rafn Steinsson sem lék allan leikinn fyrir Bolton í dag. Daniel Sturridge kom Bolton yfir á 38. mínútu er hann skallaði í netið af stuttu færi. Sturridge fylgdi eftir skalla Gary Cahill sem var varinn á marklínu. Bolton fékk tækifæri til að komast í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks er Johan Djourou braut á Sturridge í vítateig Arsenal. Wojicech Szczesny varði þó arfaslaka spyrnu Kevin Davies af vítapunktinum. Aðeins mínútu síðar var Arsenal búið að jafna metin. Cesc Fabregas náði að stilla upp fyrir Robin van Persie sem skoraði með laglegu skoti af vítateigslínunni. Arsenal náði þó ekki að færa sér þennan meðbyr í nyt og tapaði svo leiknum í uppbótartíma, sem fyrr segir. Bolton er í áttunda sæti deildarinnar með 46 stig.
Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira